Lífið

Elton John hringir í Eminem í hverri viku

Rapparinn Eminem fær símtal frá Elton John í hverri viku.
Rapparinn Eminem fær símtal frá Elton John í hverri viku.
Tónlistarmaðurinn Elton John hringir í rapparann Eminem í hverri viku til að ganga úr skugga um hvort hann sé allsgáður. Eminem aflýsti tónleikaferð sinni fyrir fimm árum vegna fíknar í lyfseðilsskyld lyf.

„Elton hringir í mig einu sinni í viku. Hann er í þessum bransa og veit hversu erfitt getur verið að halda dampi. Hann skilur vel álagið sem er á listamönnum,“ sagði Eminem.

Hinn 63 ára Elton átti sjálfur við kókaínfíkn að stríða og misnotaði áfengi en tókst að sigrast á vandanum. Hann og Eminem hafa verið góðir vinir síðan þeir sungu saman á Grammy-verðlaununum árið 2001.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.