Lífið

Rómeó og Júlía besta lag Bubba Morthens

Afmælisár 60 laga safnpakki með lögum Bubba kemur út í byrjun nóvember. Árni Árnason er sáttur við valið en uppáhalds lag hans er Afgan.
Afmælisár 60 laga safnpakki með lögum Bubba kemur út í byrjun nóvember. Árni Árnason er sáttur við valið en uppáhalds lag hans er Afgan.

„Þetta kemur svo sem ekkert á óvart. Þetta eru allt lög sem hafa lifað með þjóðinni öll þessi ár," segir Árni Árnason, sem vinnur að bók um tónlistarmanninn Bubba Morthens. Nú liggja fyrir úrslit í kosningu á vinsælustu lögum Bubba sem fram fór á Vísi.is.

11 þúsund manns tóku þátt í kosningunni og var Rómeó og Júlía besta lag Bubba að mati þeirra. Í öðru sæti var Afgan, Fjöllin hafa vakað í þriðja sæti, Blindsker í því fjórða og Aldrei fór ég suður í því fimmta. Lista yfir fimmtán efstu lögin er að finna hér til hliðar.

Eins og alþjóð veit á Bubbi þrjátíu ára útgáfuafmæli í ár og af þeim sökum verður gefin út þreföld plata með sextíu bestu lögum Bubba í nóvember. Um er að ræða safnplötupakka í líkingu við þá sem Sena hefur gefið út með þekktum listamönnum undanfarin ár. Pakkinn kallast Sögur af ást, landi og þjóð.

Árni segir að þessi fimmtán laga listi spanni ágætlega feril Bubba. „Þarna eru ýmsar tónlistarstefnur. Þetta sýnir vel að hann er duglegur og óhræddur að takast á við nýja hluti og endurnýja sig," segir hann.

En fær þjóðin aldrei leið á Bubba?

„Nei, góð Bítlalög lifa og það er ekkert öðruvísi með góð Bubbalög. Hann er búinn að lifa með þjóðinni í 30 ár og búinn að margsýna það að hann er ekki að fara neitt." -hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.