Lífið

Velgengni og djamm fara ekki saman

Cameron Diaz.  MYND/Cover Media
Cameron Diaz. MYND/Cover Media

Leikkonan Cameron Diaz segir velgengni hennar í Hollywood byggjast á því að hún er jarðtengd og leggur sig fram við að lifa eðlilegu lífi.

Cameron er meðvituð um að það er erfitt að ná árangri í Hollywood.

„Að mæta í flottu veislurnar og vinna langa vinnudaga tekur á og í flestum tilfellum gefast ungar leikkonur upp á lifnaðarhætti sem þessum og hraðanum sem fylgir starfinu," sagði Cameron sem lofaði sjálfri sér að djamma ekki samhliða vinnunni strax á unga aldri.

„Annað hvort hugsar þú vel um þig og vinnur eins og geðsjúklingur eða þú sleppir þessu alveg. Ég hef í gegnum tíðina passað mig á að djamma ekki mikið heldur einblína á að hafa það gaman," sagði Cameron.

Um þessar mundir kynnir Cameron kvikmyndina Knight and Day þar sem hún fer með aðalhlutverkið ásamt Tom Cruise.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.