Viðskipti erlent

Verð á jólatrjám hefur aldrei verið hærra í Danmörku

Verð á jólatrjám í Danmörku hefur aldrei verið hærra í sögunni og hefur verðið tvöfaldast á síðustu árum. Ástæðan er að jólatrésframleiðendur hafa dregið verulega úr framleiðslu sinni.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að vinsælasta jólatréið, metershár Normannsþynur, kosti nú 160 kr. danskar eða nær 3.500 kr. og hefur verið hækkað um 25% frá í fyrra. Sú hækkun kemur ofan á rúmlega 80% hækkun næstu þrjú árin þar á undan.

Það tekur níu ár að rækta jólatré og erfitt að sjá fyrir hverning markaðurinn verði að þeim tíma liðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×