Morðið á Gunnari leigubílstjóra verður að kvikmynd Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 28. september 2010 08:30 Gunnar Sigurður Tryggvason leigubílstjóri var myrtur í Reykjavík árið 1968. Morðið vakti mikinn óhug og er eitt örfárra sem ekki hefur enn verið upplýst. „Ég nefndi þetta einhvern tímann við Júlíus [Kemp] að við þyrftum ekki að leita langt yfir skammt til að finna glæp, við erum nefnilega báðir úr Laugarnesinu," segir Lars Emil Árnason handritshöfundur. Kvikmyndafélag Íslands hyggst ráðast í gerð kvikmyndar í fullri lengd um morðið á leigubílstjóranum Gunnari Sigurði Tryggvasyni sem var myrtur í Reykjavík árið 1968 með einu skoti í hnakkann. Myndin verður gerð eftir handriti Lars sem byggir meðal annars á tilgátum úr bók Þorsteins B. Einarssonar, „Morðið á Laugalæk", sem kom út á vegum Skruddu árið 2007. Lars segist muna vel eftir allri umfjölluninni á sínum tíma um morðið sem telst einstakt í íslenskri samtímasögu en það er, enn þann dag í dag, óupplýst þrátt fyrir ítarlega rannsókn lögreglu. „Ég man sérstaklega eftir því þegar maðurinn sem hafði setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins var sýknaður árið 1971," segir Lars og bætir því við að það hafi alltaf blundað í honum að gera mynd um þetta mál. „Svo kom Júlíus bara með bókina hans Þorsteins til mín fyrir þremur árum og þá fóru hjólin að snúast," útskýrir Lars. Ekki er enn búið að ákveða hvenær farið verði í tökur á myndinni en ráðgert er að hún verði frumsýnd 2012.Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hyggjast framleiða kvikmyndina eftir handriti Lars Emils Árnasonar.Lars segir þetta eiga að vera svokallaða períódu-mynd, hún hefjist haustið 1967 og ljúki 1971 en Lars mun sjálfur leikstýra myndinni. Lars hefur viðað að sér efni alls staðar að og hann minnir á að það hafi enginn verið dæmdur í þessu máli. „Hvort ég er að fara að upplýsa það verður bara að koma í ljós, ég vann eftir ákveðnum tilgátum sem birtust í bókinni hans Þorsteins og vann þetta í góðu samstarfi við hann." Lars bætir því við að handritið sé enn opið. „Það er ekki búið að loka því og ef einhver er með upplýsingar um málið er hægt að hafa samband í gegnum netfangið info@kisi.is. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég nefndi þetta einhvern tímann við Júlíus [Kemp] að við þyrftum ekki að leita langt yfir skammt til að finna glæp, við erum nefnilega báðir úr Laugarnesinu," segir Lars Emil Árnason handritshöfundur. Kvikmyndafélag Íslands hyggst ráðast í gerð kvikmyndar í fullri lengd um morðið á leigubílstjóranum Gunnari Sigurði Tryggvasyni sem var myrtur í Reykjavík árið 1968 með einu skoti í hnakkann. Myndin verður gerð eftir handriti Lars sem byggir meðal annars á tilgátum úr bók Þorsteins B. Einarssonar, „Morðið á Laugalæk", sem kom út á vegum Skruddu árið 2007. Lars segist muna vel eftir allri umfjölluninni á sínum tíma um morðið sem telst einstakt í íslenskri samtímasögu en það er, enn þann dag í dag, óupplýst þrátt fyrir ítarlega rannsókn lögreglu. „Ég man sérstaklega eftir því þegar maðurinn sem hafði setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins var sýknaður árið 1971," segir Lars og bætir því við að það hafi alltaf blundað í honum að gera mynd um þetta mál. „Svo kom Júlíus bara með bókina hans Þorsteins til mín fyrir þremur árum og þá fóru hjólin að snúast," útskýrir Lars. Ekki er enn búið að ákveða hvenær farið verði í tökur á myndinni en ráðgert er að hún verði frumsýnd 2012.Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hyggjast framleiða kvikmyndina eftir handriti Lars Emils Árnasonar.Lars segir þetta eiga að vera svokallaða períódu-mynd, hún hefjist haustið 1967 og ljúki 1971 en Lars mun sjálfur leikstýra myndinni. Lars hefur viðað að sér efni alls staðar að og hann minnir á að það hafi enginn verið dæmdur í þessu máli. „Hvort ég er að fara að upplýsa það verður bara að koma í ljós, ég vann eftir ákveðnum tilgátum sem birtust í bókinni hans Þorsteins og vann þetta í góðu samstarfi við hann." Lars bætir því við að handritið sé enn opið. „Það er ekki búið að loka því og ef einhver er með upplýsingar um málið er hægt að hafa samband í gegnum netfangið info@kisi.is.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira