Viðskipti erlent

BA og Iberia sameinast sem International Airways

Flugfélögin British Airways (BA) og Iberia á Spáni munu sameinast fyrir árslok undir nafninu International Airways. Samningurinn um sameininguna var undrritaður í vikunni eftir töluverðar tafir sem stöfuðu af „tæknilegum orsökum" eins og það er orðað í breskum fjölmiðlum í morgun.

Reiknað er með að sameiningin verði að fullu komin til framkvæmda í desember í ár þótt enn eigi eftir að semja um lífeyrisskuldbindingar BA. Þótt hið sameiða félag fái nafnið International Airways Group munu félögin tvö halda áfram að fljúga undir eigin nöfnum.

Hver hlutihafi BA mun fá einn hlut í hinu nýja félagi fyrir hvern hlut sinn í BA en hluthafar Iberia fá hlutina í International Airways á genginu 1.0205 fyrir hvern hlut sinn í Iberia.

International Airways mun eiga 408 farþegaþotur sem fljúga á milli 200 áfangastaða í heiminum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×