Allt smellur hjá Bjartmari Trausti Júlíusson skrifar 2. nóvember 2010 11:22 Skrýtin veröld með Bjartmari og Bergrisunum. Tónlist **** Skrýtin veröld Bjartmar & BergrisarnirÚtgáfuferill Bjartmars Guðlaugssonar er orðinn ansi langur. Hæst reis stjarna hans á níunda áratugnum með plötunni Í fylgd með fullorðnum, sem er eitt af meistaraverkum íslenskrar poppsögu. Plata sem negldi tíðarandann og hitti algjörlega í mark bæði textalega og tónlistarlega. Bjartmar hélt áfram að gefa út plötur á níunda og tíunda áratugnum, en þá fór minna fyrir honum. Hann er hins vegar að koma sterkur inn með nýju plötunni sem kom út í haust. Skrýtin veröld er plata sem gengur algjörlega upp. Textarnir eru fínir, lögin léttari og meira grípandi en á síðustu Bjartmars plötum, útsetningarnar traustar og hljómurinn góður. Tónlistin er vel útfært rokk í hefðbundnum stíl, textarnir taka sumir ágætlega á málefnum líðandi stundar og svo er bara svo helvíti góð stemning á þessari plötu. Það er eflaust að stórum hluta hljómsveitinni Bergrisunum að þakka. Það munar öllu að hafa almennilega hljómsveit á bak við sig. Það er ekki verið að finna upp hjólið á Skrýtinni veröld, en við fáum tíu flott lög og texta í flutningi frábærrar hljómsveitar. Það er ekki lítið!Niðurstaða: Bjartmar stígur aftur inn í sviðsljósið með sína bestu plötu í yfir 20 ár. Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist **** Skrýtin veröld Bjartmar & BergrisarnirÚtgáfuferill Bjartmars Guðlaugssonar er orðinn ansi langur. Hæst reis stjarna hans á níunda áratugnum með plötunni Í fylgd með fullorðnum, sem er eitt af meistaraverkum íslenskrar poppsögu. Plata sem negldi tíðarandann og hitti algjörlega í mark bæði textalega og tónlistarlega. Bjartmar hélt áfram að gefa út plötur á níunda og tíunda áratugnum, en þá fór minna fyrir honum. Hann er hins vegar að koma sterkur inn með nýju plötunni sem kom út í haust. Skrýtin veröld er plata sem gengur algjörlega upp. Textarnir eru fínir, lögin léttari og meira grípandi en á síðustu Bjartmars plötum, útsetningarnar traustar og hljómurinn góður. Tónlistin er vel útfært rokk í hefðbundnum stíl, textarnir taka sumir ágætlega á málefnum líðandi stundar og svo er bara svo helvíti góð stemning á þessari plötu. Það er eflaust að stórum hluta hljómsveitinni Bergrisunum að þakka. Það munar öllu að hafa almennilega hljómsveit á bak við sig. Það er ekki verið að finna upp hjólið á Skrýtinni veröld, en við fáum tíu flott lög og texta í flutningi frábærrar hljómsveitar. Það er ekki lítið!Niðurstaða: Bjartmar stígur aftur inn í sviðsljósið með sína bestu plötu í yfir 20 ár.
Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira