Kynnir barnabókina um Rikku erlendis 14. ágúst 2010 06:00 Hendrikka Waage kynnti land og þjóð fyrir hundrað manns í bókaverslun Sameinuðu þjóðanna í New York. „Þetta var alveg svakalega gaman og börnin voru mjög forvitin um Ísland,“ segir Hendrikka Waage, skartgripahönnuður og rithöfundur, en hún var nýlega að kynna bók sína, Rikka og töfrahringurinn, í bókaverslun Sameinuðu þjóðanna í New York. „Ég hef verið í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar vegna góðgerðarsamtakanna minna, Kids Parliament, eða Alþingi unga fólksins, og þeir buðu mér því að vera með þetta kynningarkvöld í búðinni sinni. Bæði til að kynna bókina og sjálft landið okkar, Ísland,“ segir Hendrikka en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún stödd á flugvelli í Aþenu á leið til London. „Ég er stanslaust á ferð og flugi um heiminn. Sem er bara frábært.“ Yfir hundrað manns voru mætt á kynninguna þar sem Hendrikka áritaði eintök og las upp úr bókinni. Meðal gesta á upplestrinum voru um 50 börn úr Vanderbilt YMCA-barnaskólanum í New York „Þau voru mjög forvitin um Ísland. Ég byrjaði á að spyrja hvað þau vissu um landið og þá rétti einn strákurinn upp hönd og sagði: „Já, ég veit það er allt undir ís.“ Ég gat sem betur fer leiðrétt það og sagt þeim aðeins betur frá Íslandi,“ segir Hendrikka glöð í bragði. Að upplestrinum loknum fengu öll börnin áritað eintak af bókinni, íslenska fánann og íslenskt vatn. Bókin um Rikku og töfrahringinn er sú fyrsta í sjö bóka seríu en næsta bók kemur út fyrir næstu jól. „Bók númer tvö á að koma út fyrir jólin og fjallar hún um Rikku og töfrahringinn á Indlandi,“ segir Hendrikka en hún hefur mikið verið á Indlandi starfs síns vegna og fannst kominn tími til að kynna Indland fyrir börnunum. „Ég stefni á að gefa út tvær bækur á ári í seríunni, eina á vorin og eina á veturna, um hana Rikku og tek þá fyrir eitt land í einu,“ segir Hendrikka að lokum. - áp Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Þetta var alveg svakalega gaman og börnin voru mjög forvitin um Ísland,“ segir Hendrikka Waage, skartgripahönnuður og rithöfundur, en hún var nýlega að kynna bók sína, Rikka og töfrahringurinn, í bókaverslun Sameinuðu þjóðanna í New York. „Ég hef verið í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar vegna góðgerðarsamtakanna minna, Kids Parliament, eða Alþingi unga fólksins, og þeir buðu mér því að vera með þetta kynningarkvöld í búðinni sinni. Bæði til að kynna bókina og sjálft landið okkar, Ísland,“ segir Hendrikka en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún stödd á flugvelli í Aþenu á leið til London. „Ég er stanslaust á ferð og flugi um heiminn. Sem er bara frábært.“ Yfir hundrað manns voru mætt á kynninguna þar sem Hendrikka áritaði eintök og las upp úr bókinni. Meðal gesta á upplestrinum voru um 50 börn úr Vanderbilt YMCA-barnaskólanum í New York „Þau voru mjög forvitin um Ísland. Ég byrjaði á að spyrja hvað þau vissu um landið og þá rétti einn strákurinn upp hönd og sagði: „Já, ég veit það er allt undir ís.“ Ég gat sem betur fer leiðrétt það og sagt þeim aðeins betur frá Íslandi,“ segir Hendrikka glöð í bragði. Að upplestrinum loknum fengu öll börnin áritað eintak af bókinni, íslenska fánann og íslenskt vatn. Bókin um Rikku og töfrahringinn er sú fyrsta í sjö bóka seríu en næsta bók kemur út fyrir næstu jól. „Bók númer tvö á að koma út fyrir jólin og fjallar hún um Rikku og töfrahringinn á Indlandi,“ segir Hendrikka en hún hefur mikið verið á Indlandi starfs síns vegna og fannst kominn tími til að kynna Indland fyrir börnunum. „Ég stefni á að gefa út tvær bækur á ári í seríunni, eina á vorin og eina á veturna, um hana Rikku og tek þá fyrir eitt land í einu,“ segir Hendrikka að lokum. - áp
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“