Lífið

Karlmenn óþarfir í uppeldinu

Jennifer Aniston. MYND/Cover Media
Jennifer Aniston. MYND/Cover Media

Leikkonan Jennifer Aniston, 41 árs, heldur því fram að konur þurfa ekki karlmenn til að ala upp börn.

Leikkonan, sem er laus og liðug um þessar mundir, hefur oftar en ekki sagt opinberlega að hún þráir fátt annað en að stofna fjölskyldu og fjölga mannkyninu.

„Konur eru meðvitaðar um þá staðreynd í dag að þær þurfa ekki á karlmanni að halda til að vera færar um að ala upp börn," lét Jennifer hafa eftir sér.

„Tímarnir hafa breyst og það er svo merkilegt að tækifærin eru óteljandi nú á dögum þegar kemur að ættleiðingu til að mynda."

Vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.