Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli hríðfellur

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hríðfallið undanfarnar vikur og er nú komið niður í 1.857 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka saminga. Hefur verðið ekki verið lægra í ár síðan uppúr áramótum.

Heimsmarkaðsverð á áli í ár náði hæst í tæpa 2.500 dollara á tonnið í apríl s.l. Hafði verðið þá ekki verið hærra síðan sumarið 2008. Frá þeim tíma hefur það stöðugt farið lækkandi.

Er verðið nú komið niður í það sem sérfræðingar Bloomberg fréttaveitunnar töldu að yrði meðalverðið í ár samkvæmt spá sem birtist s.l. haust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×