Lífið

Segir Tyson hafa stolið gælunafninu

Gamall boxari heldur því fram að Tyson hafi stolið gælunafni sínu fyrir 30 árum síðan
Gamall boxari heldur því fram að Tyson hafi stolið gælunafni sínu fyrir 30 árum síðan
Boxarinn óhugnarlegi, Mike Tyson á nú yfir höfði sér kæru frá fyrrverandi boxara sem vill meina að Tyson hafi stolið gælunafni „Iron Mike“ af honum fyrir 25 árum síðan.

Boxarinn gamli, Mike Landrum, hefur farið fram á 115 milljón dollara lögsókn gegn Tyson, þar sem hann heldur því fram að hann hafi búið gælunafnið til handa sjálfum sér árið 1983. En Tyson hóf feril sinn ekki fyrr en árið 1985.

Landrum heldur því fram að hann eigi vörumerki Járnmannsins, og vill meina að „hann hafi ekki fengið tækifæri á almennilegum bardögum eða styrkjum út af nafnaruglinu.“

Fréttafulltrúi Tyson segist ekki hafa neinar áhyggjur af lögsókninni og sagði í viðtali að „lögfræðingar Tysons hafi ekki enn séð gögnin, en þeir eru sannfærðir um að málið eigi sér góða skýringu“.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.