Lífið

Klara Elias, Alma Goodman og Camilla Stones flytja til LA

Hljómsveitin The Charlies pakkar ofan í ferðatöskur fyrir ferðalagið til Los Angeles. Frá vinstri eru þær Steinunn, Klara og Alma sem ætla nú að kalla sig Camilla Stones, Alma Goodman og Klara Elias. fréttablaðið/stefán
Hljómsveitin The Charlies pakkar ofan í ferðatöskur fyrir ferðalagið til Los Angeles. Frá vinstri eru þær Steinunn, Klara og Alma sem ætla nú að kalla sig Camilla Stones, Alma Goodman og Klara Elias. fréttablaðið/stefán

„Við getum ekki beðið. Við krossum allt sem hægt er að krossa til að eldgosið fari ekki að spúa í vitlausar áttir," segir Steinunn Camilla í hljómsveitinni The Charlies, sem áður hét Nylon.

Þær vinkonur leggja af stað til Los Angeles á laugardaginn, nokkrum mánuðum síðar en upphaflega stóð til. Ástæðan er sú mikla pappírsvinna sem þarf að inna af hendi áður en landvistarleyfi fæst í Bandaríkjunum.

Stelpurnar ætluðu að halda stórt partí um síðustu helgi til að kveðja vini og vandamenn en ákváðu á endanum að halda eitt stórt matarboð fyrir fjölskyldur sínar.

„Við elduðum ofan í allan hópinn. Við tókum svona ítölsku stórfjölskylduna á þetta. Þetta var mjög gaman enda eigum við allar frábærar fjölskyldur. Það vill svo til að þessar þrjár fjölskyldur passa vel saman," segir Steinunn.

Stelpurnar seldu fötin sín fyrir jól í Kolaportinu til að fjármagna ferðina og að undanförnu hafa þær verið að selja húsgögnin sín. Steinunn passar sig þó á að losa sig ekki við alveg allt. „Konur eiga alltaf nóg af skóm og fötum. Ég held ég þurfi heila tösku fyrir skóna mína."

Undanfarið eitt og hálft ár hafa The Charlies unnið með upptökuhópnum Stop Wait Go að nýjum lögum og verða þær með fjórtán til fimmtán lög í farteskinu til Los Angeles. Þegar út verður komið fá þær einnig ný lög frá þarlendum lagahöfunum fyrir tilstuðlan útgáfufyrir­tækisins Hollywood Records auk þess sem þær munu sjálfar taka þátt í lagasmíðunum.

Aðdáendur The Charlies geta fylgst með hljómsveitinni á Facebook-síðu hennar þar sem ævintýrum hennar verða gerð náin skil á næstu misserum. - fb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×