Button vill verja meistaratitilinn 31. mars 2010 11:05 Jenson Button er í þriðja sæti í stigakeppninni eftir sigur í Ástralíu. Mynd: Getty Images Jenson Button er sérlega ánægður að hafa landað sigri í öðru móti sínu með McLaren, þar sem hann telur að önnur lið séu í raun með fljótari bíla en hans lið. Button varð meistari í fyrra með Brawn, sem nú heitir Mercedes. Á þeim bæ aka núna Michael Schumacher og Nico Rosberg, en Button ekur með Lewis Hamilton. Hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna með 31 stig, Felipe Massa er með 33 og Fernando Alonso 37 en þeir aka báðir Ferrari. „Aðeins 30% af þeim sem hafa orðið meistarar verja titilinn og það er aldrei auðvelt. Sérstaklega ekki gegn úrvali ökumanna sem nú eru að keppa. Við vildum allir vinna fyrsta mótið, því það hefur oft hent að sá sem vinnur fyrsta mótið verður meistari", sagði Button í spjalli á vefsvæði Autosport, en Fernando Alonso vann fyrsta mótið með Ferrrari. „Við erum ekki með mesta hraðann, ef við getum náð úrslitum eins og í Ástralíu, þá er það stórkostlegt. Það væri afrek að vinna annan titil í röð með nýju liði, en slíkt er ekki hægt að bóka strax. Næsta mót verður ekki auðvelt, það er mikið eftir, en vonandi hefur þessi sigur elft okkur sem lið." „Við erum ekki með fljótasta bílinn, en náðum í stigin. Vettel er með fljótasta bílinn, en gat ekki nýtt sér það. Vonandi verðum við brátt jafnfljótir eða fljótari. Við bætum bílinn fyrir næsta mót og hægt er að taka framúr á þeirri braut. Þegar bíll Vettls verður áreiðanlegur, þá verða hann erfiður viðureignar", sagði Button, en Vettel náði forystu í tveimur fyrstu mótunum, en bíll hans bilaði í báðum mótum sem kostaði hann sigra. Button keppir næst í Malasíu um páskahelgina á Sepang brautinni. Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Jenson Button er sérlega ánægður að hafa landað sigri í öðru móti sínu með McLaren, þar sem hann telur að önnur lið séu í raun með fljótari bíla en hans lið. Button varð meistari í fyrra með Brawn, sem nú heitir Mercedes. Á þeim bæ aka núna Michael Schumacher og Nico Rosberg, en Button ekur með Lewis Hamilton. Hann er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna með 31 stig, Felipe Massa er með 33 og Fernando Alonso 37 en þeir aka báðir Ferrari. „Aðeins 30% af þeim sem hafa orðið meistarar verja titilinn og það er aldrei auðvelt. Sérstaklega ekki gegn úrvali ökumanna sem nú eru að keppa. Við vildum allir vinna fyrsta mótið, því það hefur oft hent að sá sem vinnur fyrsta mótið verður meistari", sagði Button í spjalli á vefsvæði Autosport, en Fernando Alonso vann fyrsta mótið með Ferrrari. „Við erum ekki með mesta hraðann, ef við getum náð úrslitum eins og í Ástralíu, þá er það stórkostlegt. Það væri afrek að vinna annan titil í röð með nýju liði, en slíkt er ekki hægt að bóka strax. Næsta mót verður ekki auðvelt, það er mikið eftir, en vonandi hefur þessi sigur elft okkur sem lið." „Við erum ekki með fljótasta bílinn, en náðum í stigin. Vettel er með fljótasta bílinn, en gat ekki nýtt sér það. Vonandi verðum við brátt jafnfljótir eða fljótari. Við bætum bílinn fyrir næsta mót og hægt er að taka framúr á þeirri braut. Þegar bíll Vettls verður áreiðanlegur, þá verða hann erfiður viðureignar", sagði Button, en Vettel náði forystu í tveimur fyrstu mótunum, en bíll hans bilaði í báðum mótum sem kostaði hann sigra. Button keppir næst í Malasíu um páskahelgina á Sepang brautinni.
Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira