Ásgrímsmyndir voru fyrir American Express 15. september 2010 08:45 Dularfullar myndir Jóhann Páll Valdimarsson og Jón Rósant Þórarinsson með eftirprentanirnar sem fundust á lager Forlagsins. Fréttablaðið/Anton „Það hefur fullt af fólki sett sig í samband við okkur og ég held að sagan á bak við myndirnar sé orðin ljós,“ segir Kristrún Heiða Hauksdóttir, kynningarstýra Forlagsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær fundust eftirprentanir af vatnslitaverkum Ásgríms Jónssonar á lager Forlagsins fyrir skömmu. Þær voru settar í sölu í gær og seldust eins og heitar lummur. Sagan á bak við eftirprentunina var nokkuð á reiki en einhverjir hölluðust að því að þetta væri runnið undan rifjum Ragnars í Smára á blómaskeiði Helgafells-útgáfunnar á meðan aðrir giskuðu á að þetta kynni að hafa verið gert fyrir heimssýninguna í Montreal 1967. „Þetta var gert að undirlagi Iceland Review og American Express og myndirnar voru notaðar til að kynna Ísland á áttunda áratugnum,“ segir Kristrún en Fréttablaðið ræddi í gær við Heimi Hannesson hæstaréttarlögmann sem var ritstjóri Iceland Review á þeim tíma ásamt Haraldi J. Hamar. Hann staðfesti þessa sögu. Eftirprentunin var gerð með góðfúslegu leyfi Ásgrímssafnsins, myndirnar voru teknar hér en prentaðar í fínni prentsmiðju í Chicago. Heimir Hannesson segist enn eiga filmurnar en kortafyrirtækið American Express sendi meðal annars umræddar eftirprentanir til allra korthafa í Ameríku og Kanada. Þá fengu ráðherrar í ríkisstjórn Íslands einnig að nota myndirnar til að gefa á ferðum sínum til útlanda, Ásgrímur var því hálfgerð Björk eða Sigur Rós þess tíma. „Og þetta skýrir kannski hvers vegna listfræðingar voru svona grunlausir um þessar myndir, það voru athafnamenn sem létu gera myndirnar og þær notaðar sem kynningarefni.“- fgg Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Það hefur fullt af fólki sett sig í samband við okkur og ég held að sagan á bak við myndirnar sé orðin ljós,“ segir Kristrún Heiða Hauksdóttir, kynningarstýra Forlagsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær fundust eftirprentanir af vatnslitaverkum Ásgríms Jónssonar á lager Forlagsins fyrir skömmu. Þær voru settar í sölu í gær og seldust eins og heitar lummur. Sagan á bak við eftirprentunina var nokkuð á reiki en einhverjir hölluðust að því að þetta væri runnið undan rifjum Ragnars í Smára á blómaskeiði Helgafells-útgáfunnar á meðan aðrir giskuðu á að þetta kynni að hafa verið gert fyrir heimssýninguna í Montreal 1967. „Þetta var gert að undirlagi Iceland Review og American Express og myndirnar voru notaðar til að kynna Ísland á áttunda áratugnum,“ segir Kristrún en Fréttablaðið ræddi í gær við Heimi Hannesson hæstaréttarlögmann sem var ritstjóri Iceland Review á þeim tíma ásamt Haraldi J. Hamar. Hann staðfesti þessa sögu. Eftirprentunin var gerð með góðfúslegu leyfi Ásgrímssafnsins, myndirnar voru teknar hér en prentaðar í fínni prentsmiðju í Chicago. Heimir Hannesson segist enn eiga filmurnar en kortafyrirtækið American Express sendi meðal annars umræddar eftirprentanir til allra korthafa í Ameríku og Kanada. Þá fengu ráðherrar í ríkisstjórn Íslands einnig að nota myndirnar til að gefa á ferðum sínum til útlanda, Ásgrímur var því hálfgerð Björk eða Sigur Rós þess tíma. „Og þetta skýrir kannski hvers vegna listfræðingar voru svona grunlausir um þessar myndir, það voru athafnamenn sem létu gera myndirnar og þær notaðar sem kynningarefni.“- fgg
Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira