Bestu leikmenn Íslands flytja út Hjalti Þór Hreinsson skrifar 5. júní 2010 09:00 Sigurbergur er að fara út. Fréttablaðið/Vilhelm N1-deild karla í handbolta verður í heild sinni fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Margir bestu leikmenn deildarinnar yfirgefa landsteinana og reyna fyrir sér erlendis. Sumir fara í atvinnumennsku, aðrir ætla að spila með vinnu eða námi og enn aðrir eru enn að leita sér að félögum en ætla út. Fimm leikmenn af sjö úr liði ársins í deildinni fara út eða stefna þangað. Þeirra á meðal eru besti leikmaður deildarinnar, Valdimar Fannar Þórsson, og markahæsti leikmaðurinn, Bjarni Fritzson. Fréttablaðið hafði samband við þjálfara allra félaganna átta sem spiluðu í N1-deildinni á síðasta tímabili, og þjálfara félaganna sem komust upp í deildina. Þeir voru spurðir hvaða leikmenn væru á leiðinni frá félaginu til að spila erlendis. Í töflunni hér til hliðar má sjá lista yfir leikmennina en ætla má að fleiri leikmenn gætu bæst í hópinn í sumar. Það eru ekki bara leikmenn sem eru á leiðinni út, heldur líka þrír þjálfarar. Þeir eru Aron Kristjánsson sem tekur við Hannover í Þýskalandi, Gunnar Magnússon sem fer til Kristiansund í Noregi og Patrekur Jóhannesson sem tekur við Eisenach. Viðmælendur Fréttablaðsins voru margir sammála um að deildin yrði alls ekki jafn sterk eftir að hafa misst svo marga leikmenn. Þeir bentu þó á að þetta væri gott tækifæri fyrir yngri leikmenn til að koma upp. Allir voru sammála um að þetta sýndi ágæti íslensks handbolta. Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfoss, sagðist síðast á fimmtudaginn hafa fengið símtal frá þjálfara í Frakklandi sem vantaði örvhentan hornamann. „Þetta skiptir svo miklu máli hvað þú ætlar þér að gera. Ef þú ert ekkert endilega að stefna á A-landsliðið og ert búinn að gefa það upp á bátinn eru margir möguleikar í stöðunni, neðri deildir í Evrópu eins og í Frakklandi eða deildirnar í Austurríki eða Sviss. Þar geta verið miklir peningar í boði en að sama skapi er deildin ekkert sérstaklega sterk, þannig lagað. Ekki endilega mikið sterkari en N1-deildin," segir Sebastian. „Umboðsmaðurinn í Frakklandi gat boðið leikmanni 2000 evrur eftir skatta [um 315 þúsund íslenskar krónur á gengi gærdagsins] auk frírrar íbúðar og bíls. Þetta er svona b-stigs atvinnumennska." Fjöldi íslenskra leikmanna yfirgefur landið eftir hvert tímabil en styrkur þeirra hefur líklega sjaldan verið meiri. Í það minnsta þrír fyrrverandi atvinnumenn koma þó heim. Logi Geirsson mun spila með FH, Jóhann Gunnar Einarsson fer aftur til Fram og Ólafur Bjarki Ragnarsson fer til HK eftir dvöl í Þýskalandi. Leikmenn úr N1-deildinni sem eru á leiðinni út: Haukar: Sigurbergur Sveinsson (Dormagen í Þýskalandi): Einn besti leikmaður liðsins, markahæstur á síðasta tímabili. Valinn í lið ársins. Hefur spilað 23 landsleiki og er í leikmannahópnum sem mætir Dönum í næstu viku.Pétur Pálsson (Danmörk): Mun flytja til Árósa í Danmörku. Er að leita sér að félagi. Spilaði stóra rullu á línunni hjá Haukum á síðasta tímabili. Var valinn í lið ársins.Elías Már Halldórsson (Haugasund í Noregi): Spilaði alla leiki með Haukum á síðasta tímabili og var lykilmaður í liðinu.Valur:Fannar Þór Friðgeirsson (Emsdetten í Þýskaland): Einn besti leikmaður Vals, hefur spilað þrjá A-landsleiki.Arnór Þór Gunnarsson (Bittenfeld í Þýskalandi): Lang markahæsti leikmaður Vals á síðasta tímabili, og jafnbesti maður tímabilsins. Valinn í lið ársins, er í landsliðshópnum sem mætir Dönum í næstu viku. Hefur spilað sex A-landsleiki.Ingvar Árnason (Stavanger í Noregi): Spilaði alla leiki Vals á síðasta tímabili. Sterkur leikmaður sem stóð sig vel. Hefur spilað tvo A-landsleiki. Gunnar Harðarson (Óvíst): Gæti verið á leiðinni í nám til Norðurlandanna og spilar þá hugsanlega handbolta samhliða því.Akureyri: Andri Snær Stefánsson (Danmörk): Fer til reynslu hjá Århus GF í júlí og reynir að fá samning þar. Mun flytja til Árósa og finna sér annað lið ef það gengur ekki.Jónatan Magnússon (Kristiansund í Noregi): Fyrirliði Akureyrarliðsins, leiðtogi innan sem utan vallar. Einn mikilvægasti leikmaður félagsins.Árni Þór Sigtryggsson (Dormagen í Þýskalandi): Örvhent skytta sem var næstmarkahæstur hjá Akureyri á síðasta tímabili. Hefur spilað fjóra A-landsleiki.HK: Valdimar Fannar Þórsson (Óvíst): Er á reynslu hjá Viborg í Danmörku og undir smásjá marga félaga. Mun að öllum líkindum spila úti á næsta tímabili. Valinn besti sóknarmaður N1-deildarinnar, fékk Valdimarsbikarinn, var valinn handboltamaður ársins og í lið ársins. Hefur spilað sex A-landsleiki.Ólafur Víðir Ólafsson (Haugasund í Noregi): Mun væntanlega semja við félagið, ásamt vini sínum Elíasi Má úr Haukum. Hefur spilað tvo A-landsleiki.Stjarnan: Sverrir Eyjólfsson (Eisenach í Þýskalandi?): Fer í æfingabúðir hjá Eisenach og eftir þær kemur í ljós hvort hann semur við félagið eða ekki. Afturelding: Bjarni Aron Þórðarson (Dusseldorf í Þýskalandi?): Var til reynslu hjá félaginu í vikunni, óljóst hvort hann fái samning. Markahæsti leikmaður Aftureldingar. FH: Bjarni Fritzson (Óvíst): Er að leita sér að félagi úti og sagði við Fréttablaðið í vikunni að hann ætlaði að nota júnímánuð í það. Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðasta tímabili, valinn í lið ársins, hefur spilað 39 landsleiki.Jón Heiðar Gunnarsson (d’Aix Handball í Frakklandi): Línumaðurinn sterki var lykilmaður hjá FH.* Ólafur Guðmundsson (AG í Danmörku): Hefur samið við AG en verður lánaður til FH á næsta tímabili og spilar því heima. Enginn er á leiðinni út frá Fram, Gróttu eða Selfossi. Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
N1-deild karla í handbolta verður í heild sinni fyrir mikilli blóðtöku í sumar. Margir bestu leikmenn deildarinnar yfirgefa landsteinana og reyna fyrir sér erlendis. Sumir fara í atvinnumennsku, aðrir ætla að spila með vinnu eða námi og enn aðrir eru enn að leita sér að félögum en ætla út. Fimm leikmenn af sjö úr liði ársins í deildinni fara út eða stefna þangað. Þeirra á meðal eru besti leikmaður deildarinnar, Valdimar Fannar Þórsson, og markahæsti leikmaðurinn, Bjarni Fritzson. Fréttablaðið hafði samband við þjálfara allra félaganna átta sem spiluðu í N1-deildinni á síðasta tímabili, og þjálfara félaganna sem komust upp í deildina. Þeir voru spurðir hvaða leikmenn væru á leiðinni frá félaginu til að spila erlendis. Í töflunni hér til hliðar má sjá lista yfir leikmennina en ætla má að fleiri leikmenn gætu bæst í hópinn í sumar. Það eru ekki bara leikmenn sem eru á leiðinni út, heldur líka þrír þjálfarar. Þeir eru Aron Kristjánsson sem tekur við Hannover í Þýskalandi, Gunnar Magnússon sem fer til Kristiansund í Noregi og Patrekur Jóhannesson sem tekur við Eisenach. Viðmælendur Fréttablaðsins voru margir sammála um að deildin yrði alls ekki jafn sterk eftir að hafa misst svo marga leikmenn. Þeir bentu þó á að þetta væri gott tækifæri fyrir yngri leikmenn til að koma upp. Allir voru sammála um að þetta sýndi ágæti íslensks handbolta. Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfoss, sagðist síðast á fimmtudaginn hafa fengið símtal frá þjálfara í Frakklandi sem vantaði örvhentan hornamann. „Þetta skiptir svo miklu máli hvað þú ætlar þér að gera. Ef þú ert ekkert endilega að stefna á A-landsliðið og ert búinn að gefa það upp á bátinn eru margir möguleikar í stöðunni, neðri deildir í Evrópu eins og í Frakklandi eða deildirnar í Austurríki eða Sviss. Þar geta verið miklir peningar í boði en að sama skapi er deildin ekkert sérstaklega sterk, þannig lagað. Ekki endilega mikið sterkari en N1-deildin," segir Sebastian. „Umboðsmaðurinn í Frakklandi gat boðið leikmanni 2000 evrur eftir skatta [um 315 þúsund íslenskar krónur á gengi gærdagsins] auk frírrar íbúðar og bíls. Þetta er svona b-stigs atvinnumennska." Fjöldi íslenskra leikmanna yfirgefur landið eftir hvert tímabil en styrkur þeirra hefur líklega sjaldan verið meiri. Í það minnsta þrír fyrrverandi atvinnumenn koma þó heim. Logi Geirsson mun spila með FH, Jóhann Gunnar Einarsson fer aftur til Fram og Ólafur Bjarki Ragnarsson fer til HK eftir dvöl í Þýskalandi. Leikmenn úr N1-deildinni sem eru á leiðinni út: Haukar: Sigurbergur Sveinsson (Dormagen í Þýskalandi): Einn besti leikmaður liðsins, markahæstur á síðasta tímabili. Valinn í lið ársins. Hefur spilað 23 landsleiki og er í leikmannahópnum sem mætir Dönum í næstu viku.Pétur Pálsson (Danmörk): Mun flytja til Árósa í Danmörku. Er að leita sér að félagi. Spilaði stóra rullu á línunni hjá Haukum á síðasta tímabili. Var valinn í lið ársins.Elías Már Halldórsson (Haugasund í Noregi): Spilaði alla leiki með Haukum á síðasta tímabili og var lykilmaður í liðinu.Valur:Fannar Þór Friðgeirsson (Emsdetten í Þýskaland): Einn besti leikmaður Vals, hefur spilað þrjá A-landsleiki.Arnór Þór Gunnarsson (Bittenfeld í Þýskalandi): Lang markahæsti leikmaður Vals á síðasta tímabili, og jafnbesti maður tímabilsins. Valinn í lið ársins, er í landsliðshópnum sem mætir Dönum í næstu viku. Hefur spilað sex A-landsleiki.Ingvar Árnason (Stavanger í Noregi): Spilaði alla leiki Vals á síðasta tímabili. Sterkur leikmaður sem stóð sig vel. Hefur spilað tvo A-landsleiki. Gunnar Harðarson (Óvíst): Gæti verið á leiðinni í nám til Norðurlandanna og spilar þá hugsanlega handbolta samhliða því.Akureyri: Andri Snær Stefánsson (Danmörk): Fer til reynslu hjá Århus GF í júlí og reynir að fá samning þar. Mun flytja til Árósa og finna sér annað lið ef það gengur ekki.Jónatan Magnússon (Kristiansund í Noregi): Fyrirliði Akureyrarliðsins, leiðtogi innan sem utan vallar. Einn mikilvægasti leikmaður félagsins.Árni Þór Sigtryggsson (Dormagen í Þýskalandi): Örvhent skytta sem var næstmarkahæstur hjá Akureyri á síðasta tímabili. Hefur spilað fjóra A-landsleiki.HK: Valdimar Fannar Þórsson (Óvíst): Er á reynslu hjá Viborg í Danmörku og undir smásjá marga félaga. Mun að öllum líkindum spila úti á næsta tímabili. Valinn besti sóknarmaður N1-deildarinnar, fékk Valdimarsbikarinn, var valinn handboltamaður ársins og í lið ársins. Hefur spilað sex A-landsleiki.Ólafur Víðir Ólafsson (Haugasund í Noregi): Mun væntanlega semja við félagið, ásamt vini sínum Elíasi Má úr Haukum. Hefur spilað tvo A-landsleiki.Stjarnan: Sverrir Eyjólfsson (Eisenach í Þýskalandi?): Fer í æfingabúðir hjá Eisenach og eftir þær kemur í ljós hvort hann semur við félagið eða ekki. Afturelding: Bjarni Aron Þórðarson (Dusseldorf í Þýskalandi?): Var til reynslu hjá félaginu í vikunni, óljóst hvort hann fái samning. Markahæsti leikmaður Aftureldingar. FH: Bjarni Fritzson (Óvíst): Er að leita sér að félagi úti og sagði við Fréttablaðið í vikunni að hann ætlaði að nota júnímánuð í það. Markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðasta tímabili, valinn í lið ársins, hefur spilað 39 landsleiki.Jón Heiðar Gunnarsson (d’Aix Handball í Frakklandi): Línumaðurinn sterki var lykilmaður hjá FH.* Ólafur Guðmundsson (AG í Danmörku): Hefur samið við AG en verður lánaður til FH á næsta tímabili og spilar því heima. Enginn er á leiðinni út frá Fram, Gróttu eða Selfossi.
Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira