Lífið

Átakið Á allra vörum hefst í dag

Guðný Pálsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir eru á lokaspretti undirbúnings átaksins Á allra vörum. Fréttablaðið/Arnþór
Guðný Pálsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir eru á lokaspretti undirbúnings átaksins Á allra vörum. Fréttablaðið/Arnþór
Átakinu Á allra vörum verður hleypt af stokkunum í dag, þriðja árið í röð. Í ár á að safna fé fyrir Ljósið, endurhæfingarstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur. „Það er ótrúlegt starf sem þarna er innt af hendi og mikið í sjálfboðavinnu. Ljósið á ekki eigið húsnæði og mikið af fjármunum þess fer í leigu. Markmið söfnunarinnar er að tryggja samtökunum eigið húsnæði," segir Elísabet Sveinsdóttir, einn þriggja aðstandenda átaksins.

Dorrit Moussaieff forsetafrú tekur við glossi á föstudaginn, en fé til stuðnings átakinu er meðal annars aflað með sölu á Dior-glossi. Þau kosta 3.500 krónur og þess má geta að upplagið er einungis 5.000 gloss í ár en ekki fengust fleiri gloss hjá Dior að þessu sinni.

Meginþungi söfnunarinnar fer þó fram í beinni útsendingu á Skjá einum að kvöldi 27. ágúst. „Allir sem koma að þeirri útsendingu eru sjálfboðaliðar og við höfum líka fengið mjög flott fólk í auglýsingaherferð með okkur, Diddú, Pál Óskar, Ragga Bjarna, Ómar og fótboltahetjurnar Katrínu Jóns og Söru Björk."- sbt








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.