Lífið

Kron fagnar tíu ára afmæli

Hugrún og Magni fagna tíu ára afmæli fyrirtækis síns og slá upp veislu í búðinni í dag.
Hugrún og Magni fagna tíu ára afmæli fyrirtækis síns og slá upp veislu í búðinni í dag. Fréttablaðið/anton

„Við höfum alveg lifað tímana tvenna í búðarrekstri í miðbænum. Bæði kreppuna í kringum aldamótin og svo núna," segir Hugrún en þau hjónin hafa nú rekið fyrirtækið sitt Kron í tíu ár.

Kron by KronKron-skórnir, sem hannaðir eru af Hugrúnu og Magna, seljast mjög vel og virðast leggjast vel í íslenskar konur. „Við erum svakalega þakklát að það gengur svona vel með skóna og höldum ótrauð áfram með merkið," segir Hugrún en sokkabuxnalína frá Kron by Kron Kron mun koma í verslanir í ágúst og svo eiga íslenskir viðskiptavinir von á því að sjá fatalínu frá hjónunum í búðum næsta sumar.

Skórnir virðast ekki bara falla vel í kramið hjá íslenskum konum því mikil eftirspurn er eftir skónum út um allan heim. Skórnir eru seldir í mörgum löndum sem og í einni af vinsælustu netverslun í heimi, asos.com.

Hugrún segir að Asíubúar kaupi mikið af þeim en þau fá nánast daglega sendar myndir af asískum stelpum í skónum. „Þeir virðast sérstaklega ganga vel í þessum heitu löndum og skórnir virðast höfða til margra. Við erum alveg svakalega ánægð. Svo erum við búin að fá góðar umfjallanir í mörgum stórum blöðum og tískubloggum," segir Hugrún en leggur áherslu á að það sé velgengninni á Íslandi að þakka það þau geti farið með merkið út.

Í tilefni þess að fyrirtækið Kron er tíu ára ætla þau að slá upp karnivali fyrir utan Kronkron-búðina á Vitastíg í dag. „Við viljum bara halda upp á sumarið og sólina og auðvitað afmælið en við erum stolt af því að vera búin að vera til í tíu ár," segir Hugrún.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.