Sport

Brady orðinn launahæstur í NFL-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Töffari. Brady er giftur ofurmódelinu Gisele og gerir það afar gott sjálfur.
Töffari. Brady er giftur ofurmódelinu Gisele og gerir það afar gott sjálfur.

Leikstjórnandi New England Patriots, Tom Brady, er búinn að samþykkja nýjan fjögurra ára samning við félagið sem gerir hann að launahæsta leikmanni NFL-deildarinnar.

Samningurinn er sagður færa Brady 72 milljónir dollara á samningstímanum ef vel gengur. Hann fær þó að lágmarki 48 milljónir dollara.

Það þýðir að hann fær 18 milljónir dollara að meðaltali á ári og tekur þar með fram úr Eli Manning, leikstjórnanda NY Giants, sem launahæsti leikmaðurinn. Manning er að fá 16 milljónir á ári.

Brady verður þó tæplega launahæsti leikmaður deildarinnar lengi því Peyton Manning, leikstjórnandi Indianapolis Colts, er í samningaviðræðum við sitt félag þar sem núverandi samningur hans rennur út eftir tímabilið.

Peyton er að fá 15,7 milljónir dollara á ári og mun líklega fara upp fyrir Brady er hann skrifar undir nýjan samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×