Vegleg villibráðarveisla 21. desember 2010 00:01 "Maðurinn minn veiðir í matinn ásamt tveimur sona okkar og tengdasyni og þegar þeir hafa gert að bráðinni tek ég við og held utan um matseldina,“ segir húsfreyjan, sem hér sést að störfum heima í eldhúsi. Fréttablaðið/valli Hún er ekki falleg en rosalega góð og saðsöm," segir Oddný Elín Magnadóttir, húsfreyja á Kambsvegi, um forláta gæsasteik sem hún gefur hér uppskrift að. Í fjölskyldu Oddnýjar hefur skapast hefð fyrir því að borða hvers kyns villibráð á jólum. „Frá því að börnin voru lítil hefur tíðkast að hafa rjúpu á aðfangadag og gæs á milli jóla og nýárs," segir hún og minnist þess að bann við rjúpnaveiði um árið hafi næstum sett allt úr skorðum þau jólin. „Dóttur minni fannst að við gætum allt eins haft hamborgara í matinn fyrst rjúpurnar vantaði," segir hún og hlær. Að sögn Oddnýjar taka fjölskyldumeðlimirnir þátt í matargerðinni og verkaskiptingin er skýr. „Maðurinn minn, synir og tengdasonur veiða í matinn og þegar þeir hafa gert að bráðinni tek ég við," upplýsir hún og er sátt við að þurfa ekki að reyta gæsina.En hvað er gott með? „Ávaxtafylling og svo salat úr eplum, perum, döðlum, selleríi og sýrðum rjóma, sykurbrúnaðar kartöflur, gljáðar sykurbaunir eða gulrætur og villibráðarsósa. Heimalöguð aðalbláberjasulta setur punktinn yfir i-ið.“Heilsteikt gæs með ávaxtafyllingu og bláberjasósu maturinn útbúinn...1 gæs, reytt og sviðinÁvaxtafylling2 plómur skornar í litla bita1 epli skorið í bitanokkrar sveskjurþurrkaðar apríkósursaltpiparskvetta af púrtvíni Allt sett í skál, kryddað og púrtvíni hellt yfir. Geymt í kæli yfir nótt. Hreinsið gæs vel að innan og skellið fyllingu í, lokið opi með seglgarni. Setjið í ofn á 180-200 gráður í 15- 20 mínútur þar til gæs er gullinbrún, lækkið í 140 gráður og steikið í 2 tíma. Ausið yfir á 30 mínútna fresti safa og fitu sem lekur af henni.Bláberjasósa1 skalottlaukur smátt saxaður1 msk. smjörlárviðarlaufferskt rósmarínferskt blóðberg1 dl rauðvín1 dl púrtvín1 dl bláberjasulta3 dl villibráðarsoðsósujafnarifersk bláber50 g kalt smjör Mýkið lauk í smjöri með kryddi, bætið víni út í ásamt sultu og sjóðið niður um helming. Bætið soði við og þykkið. Bætið köldu smjöri við og hrærið varlega. Látið ekki sjóða. Setjið fersk bláber í sósuskál og hellið sósu yfir.Hunangsgljáðar gulrætur Skerið gulrætur í strimla. Bræðið smjör og hunang á pönnu og látið krauma. Setjið gulrætur á pönnu og steikið þar til þær eru meyrar. Bætið trönuberjum við og blandið þar til berin eru orðin mjúk.Oddný segir tilvalið að bjóða upp á gæs um jólin, því enda þótt hún sé kannski ekki fallegasti jólamatur sem völ er á þá sé hún bæði mettandi og góð. Fréttablaðið/Valli Gæs Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið
Hún er ekki falleg en rosalega góð og saðsöm," segir Oddný Elín Magnadóttir, húsfreyja á Kambsvegi, um forláta gæsasteik sem hún gefur hér uppskrift að. Í fjölskyldu Oddnýjar hefur skapast hefð fyrir því að borða hvers kyns villibráð á jólum. „Frá því að börnin voru lítil hefur tíðkast að hafa rjúpu á aðfangadag og gæs á milli jóla og nýárs," segir hún og minnist þess að bann við rjúpnaveiði um árið hafi næstum sett allt úr skorðum þau jólin. „Dóttur minni fannst að við gætum allt eins haft hamborgara í matinn fyrst rjúpurnar vantaði," segir hún og hlær. Að sögn Oddnýjar taka fjölskyldumeðlimirnir þátt í matargerðinni og verkaskiptingin er skýr. „Maðurinn minn, synir og tengdasonur veiða í matinn og þegar þeir hafa gert að bráðinni tek ég við," upplýsir hún og er sátt við að þurfa ekki að reyta gæsina.En hvað er gott með? „Ávaxtafylling og svo salat úr eplum, perum, döðlum, selleríi og sýrðum rjóma, sykurbrúnaðar kartöflur, gljáðar sykurbaunir eða gulrætur og villibráðarsósa. Heimalöguð aðalbláberjasulta setur punktinn yfir i-ið.“Heilsteikt gæs með ávaxtafyllingu og bláberjasósu maturinn útbúinn...1 gæs, reytt og sviðinÁvaxtafylling2 plómur skornar í litla bita1 epli skorið í bitanokkrar sveskjurþurrkaðar apríkósursaltpiparskvetta af púrtvíni Allt sett í skál, kryddað og púrtvíni hellt yfir. Geymt í kæli yfir nótt. Hreinsið gæs vel að innan og skellið fyllingu í, lokið opi með seglgarni. Setjið í ofn á 180-200 gráður í 15- 20 mínútur þar til gæs er gullinbrún, lækkið í 140 gráður og steikið í 2 tíma. Ausið yfir á 30 mínútna fresti safa og fitu sem lekur af henni.Bláberjasósa1 skalottlaukur smátt saxaður1 msk. smjörlárviðarlaufferskt rósmarínferskt blóðberg1 dl rauðvín1 dl púrtvín1 dl bláberjasulta3 dl villibráðarsoðsósujafnarifersk bláber50 g kalt smjör Mýkið lauk í smjöri með kryddi, bætið víni út í ásamt sultu og sjóðið niður um helming. Bætið soði við og þykkið. Bætið köldu smjöri við og hrærið varlega. Látið ekki sjóða. Setjið fersk bláber í sósuskál og hellið sósu yfir.Hunangsgljáðar gulrætur Skerið gulrætur í strimla. Bræðið smjör og hunang á pönnu og látið krauma. Setjið gulrætur á pönnu og steikið þar til þær eru meyrar. Bætið trönuberjum við og blandið þar til berin eru orðin mjúk.Oddný segir tilvalið að bjóða upp á gæs um jólin, því enda þótt hún sé kannski ekki fallegasti jólamatur sem völ er á þá sé hún bæði mettandi og góð. Fréttablaðið/Valli
Gæs Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið