Af kögunarhóli Þorsteins Pálssonar: Íhugun flokkanna Þorsteinn Pálsson. skrifar 3. júlí 2010 06:00 Um síðustu helgi hélt Sjálfstæðisflokkurinn landsfund sem upphaflega var boðað til í þeim tilgangi einum að kjósa varaformann. Rríkisstjórnarflokkarnir héldu flokksráðs- eða flokksstjórnarfundi. Eftir kosningarnar á dögunum lýstu talsmenn allra flokkanna yfir því að þeir myndu taka þau skilaboð sem úrslitin sýndu til alvarlegrar íhugunar. Rétt er að meta fundi flokkanna í þessu ljósi. Báru þeir vott um að boðuð íhugun á skilaboðunum hefði átt sér stað? Í því samhengi vakti sérstaka athygli að forystuflokkur ríkisstjórnarinnar sendi engin merki til kjósenda um að hann vildi beita sér fyrir því að leysa þá málefnakreppu sem fjötrað hefur stjórnarsamstarfið og viðreisn efnahagslífsins. Sá ríkisstjórnarflokkanna sem ábyrgð ber á ríkisfjármálunum taldi ekki nauðsynlegt að skýra þá óvissu sem ríkir um framhald ríkisfjármálaaðgerðanna. Hann taldi heldur ekki þörf á að skýra fyrir kjósendum hvernig málefnaleg stjórnarkreppa á að fæða af sér hagvöxt og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var með afgerandi hætti frábrugðinn fundum ríkisstjórnarflokkanna. Þaðan komu ný og afar skýr skilaboð um afstöðu flokksins til þeirra samninga um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu sem nú standa fyrir dyrum. Þau afmarka stöðu Sjálfstæðisflokksins með glöggum hætti og varpa ljósi á framtíðarsýn hans. Evrópumálin voru einnig helsta málið sem framvarðarsveit VG fjallaði um. Segja má að íhugun flokkanna á skilaboðum kosninganna hafi að svo vöxnu snúist um það að skýra hvernig flokkspólitískar línur liggja um það mál. Það ber að virða. Hitt þarf að skoða hvaða áhrif ný staða í þeim efnum hefur á valdatafl stjórnmálanna annars vegar og möguleikana á efnahagslegri viðreisn þjóðarbúsins hins vegar. Áhrifin á valdataflið Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn afturhaldssamari í Evrópumálum en VG. Það styrkir hann í samkeppninni um óánægjukjósendur VG. Landsbyggðarfylgi VG gæti þannig færst yfir á Sjálfstæðisflokkinn í einhverjum mæli. Á hinn bóginn reynir trúlega ekki að marki á hvort hann heldur þeim hluta kjósenda sinna sem eru nær miðjunni fyrr en dregur að næstu kosningum. VG virðist hins vegar draga fylgi frá vinstri væng Samfylkingarinnar. Stóru tímamótin í íslenskum stjórnmálum frá málefnalegu sjónarmiði eru þau að Sjálfstæðisflokkurinn segir sig nú frá áhrifum á mikilvægasta tíma þeirra samninga sem senn hefjast um nýtt skref í vestrænni samvinnu landsins. Það hefur aldrei gerst fyrr og veikir að minnsta kosti tímabundið samningsstöðu Íslands. VG ætlar að endurmeta Evrópumálin á haustfundi. Fari svo að þeir geri afturköllun umsóknarinnar að skilyrði fyrir framhaldi stjórnarsamstarfsins er ekki útilokað að forsætisráðherra kyngi slíkri niðurstöðu og stjórnin sitji áfram. Það myndi hins vegar valda miklum óróa í Samfylkingunni og tæra hana upp í aðdraganda kosninga. Hér þarf hins vegar að hafa í huga að VG og þeir flokkar sem fóru á undan þeim lengst til vinstri hafa ekki gert utanríkispólitík að fráfararatriði í stjórnarsamstarfi síðan 1946. Þingmenn VG greiða nú til dæmis atkvæði með fjárframlagi Íslands til NATO. Því er allt eins sennilegt að VG ákveði að standa við gefin loforð í stjórnarsáttmálanum. Áhrifin á framtíðina Efnahagslegu áhrifin af hinni hörðu línu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum koma fram í því að raunhæfir málefnakostir um stjórnarsamstarf eru nú aðeins tveir: Núverandi stjórn eða samstarf Sjálfstæðisflokks og vinstri arms VG; hugsanlega með aðild Heimssýnararms Framsóknarflokksins. Þetta þýðir að sú málefnalega stjórnarkreppa sem ríkt hefur á Alþingi um skeið verður ekki leyst að öllu óbreyttu. Hugmyndir um breiðari samstjórn á miðju stjórnmálanna virðast vera úr sögunni að minnsta kosti um sinn. Skilaboð kjósenda í sveitarstjórnarkosningunum voru að vísu ekki skýr. Erfitt er hins vegar að lesa annað úr þeim en einlæga ósk um breiða samstöðu á miðju stjórnmálanna í stað upphrópana og innantómra persónulegra ásakana sem eru kjarni stjórnmálaumræðunnar í dag. Í þessu ljósi skýtur skökku við að fyrsta fundalota þriggja stjórnmálaflokka til íhugunar á skilaboðum kosninganna skuli leiða til þeirrar niðurstöðu að þeir hafa fjarlægst það sem flestir töldu vera ósk kjósenda. Pólitískur óróleiki sýnist vera síst minni eftir þessa fundi en fyrir þá. Alvarlegast er þó að þessi staða hindrar eða í besta falli tefur markvissa stefnumótun um viðreisn þjóðarbúsins. Áframhaldandi efnahagsleg stöðnun og óvissa er sú framtíðarsýn sem fundir flokkanna skilja sameiginlega eftir. Ólíklegt er að þorri kjósenda næst miðju stjórnmálanna sætti sig við þessa lokuðu stöðu til lengdar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Um síðustu helgi hélt Sjálfstæðisflokkurinn landsfund sem upphaflega var boðað til í þeim tilgangi einum að kjósa varaformann. Rríkisstjórnarflokkarnir héldu flokksráðs- eða flokksstjórnarfundi. Eftir kosningarnar á dögunum lýstu talsmenn allra flokkanna yfir því að þeir myndu taka þau skilaboð sem úrslitin sýndu til alvarlegrar íhugunar. Rétt er að meta fundi flokkanna í þessu ljósi. Báru þeir vott um að boðuð íhugun á skilaboðunum hefði átt sér stað? Í því samhengi vakti sérstaka athygli að forystuflokkur ríkisstjórnarinnar sendi engin merki til kjósenda um að hann vildi beita sér fyrir því að leysa þá málefnakreppu sem fjötrað hefur stjórnarsamstarfið og viðreisn efnahagslífsins. Sá ríkisstjórnarflokkanna sem ábyrgð ber á ríkisfjármálunum taldi ekki nauðsynlegt að skýra þá óvissu sem ríkir um framhald ríkisfjármálaaðgerðanna. Hann taldi heldur ekki þörf á að skýra fyrir kjósendum hvernig málefnaleg stjórnarkreppa á að fæða af sér hagvöxt og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var með afgerandi hætti frábrugðinn fundum ríkisstjórnarflokkanna. Þaðan komu ný og afar skýr skilaboð um afstöðu flokksins til þeirra samninga um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu sem nú standa fyrir dyrum. Þau afmarka stöðu Sjálfstæðisflokksins með glöggum hætti og varpa ljósi á framtíðarsýn hans. Evrópumálin voru einnig helsta málið sem framvarðarsveit VG fjallaði um. Segja má að íhugun flokkanna á skilaboðum kosninganna hafi að svo vöxnu snúist um það að skýra hvernig flokkspólitískar línur liggja um það mál. Það ber að virða. Hitt þarf að skoða hvaða áhrif ný staða í þeim efnum hefur á valdatafl stjórnmálanna annars vegar og möguleikana á efnahagslegri viðreisn þjóðarbúsins hins vegar. Áhrifin á valdataflið Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn afturhaldssamari í Evrópumálum en VG. Það styrkir hann í samkeppninni um óánægjukjósendur VG. Landsbyggðarfylgi VG gæti þannig færst yfir á Sjálfstæðisflokkinn í einhverjum mæli. Á hinn bóginn reynir trúlega ekki að marki á hvort hann heldur þeim hluta kjósenda sinna sem eru nær miðjunni fyrr en dregur að næstu kosningum. VG virðist hins vegar draga fylgi frá vinstri væng Samfylkingarinnar. Stóru tímamótin í íslenskum stjórnmálum frá málefnalegu sjónarmiði eru þau að Sjálfstæðisflokkurinn segir sig nú frá áhrifum á mikilvægasta tíma þeirra samninga sem senn hefjast um nýtt skref í vestrænni samvinnu landsins. Það hefur aldrei gerst fyrr og veikir að minnsta kosti tímabundið samningsstöðu Íslands. VG ætlar að endurmeta Evrópumálin á haustfundi. Fari svo að þeir geri afturköllun umsóknarinnar að skilyrði fyrir framhaldi stjórnarsamstarfsins er ekki útilokað að forsætisráðherra kyngi slíkri niðurstöðu og stjórnin sitji áfram. Það myndi hins vegar valda miklum óróa í Samfylkingunni og tæra hana upp í aðdraganda kosninga. Hér þarf hins vegar að hafa í huga að VG og þeir flokkar sem fóru á undan þeim lengst til vinstri hafa ekki gert utanríkispólitík að fráfararatriði í stjórnarsamstarfi síðan 1946. Þingmenn VG greiða nú til dæmis atkvæði með fjárframlagi Íslands til NATO. Því er allt eins sennilegt að VG ákveði að standa við gefin loforð í stjórnarsáttmálanum. Áhrifin á framtíðina Efnahagslegu áhrifin af hinni hörðu línu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum koma fram í því að raunhæfir málefnakostir um stjórnarsamstarf eru nú aðeins tveir: Núverandi stjórn eða samstarf Sjálfstæðisflokks og vinstri arms VG; hugsanlega með aðild Heimssýnararms Framsóknarflokksins. Þetta þýðir að sú málefnalega stjórnarkreppa sem ríkt hefur á Alþingi um skeið verður ekki leyst að öllu óbreyttu. Hugmyndir um breiðari samstjórn á miðju stjórnmálanna virðast vera úr sögunni að minnsta kosti um sinn. Skilaboð kjósenda í sveitarstjórnarkosningunum voru að vísu ekki skýr. Erfitt er hins vegar að lesa annað úr þeim en einlæga ósk um breiða samstöðu á miðju stjórnmálanna í stað upphrópana og innantómra persónulegra ásakana sem eru kjarni stjórnmálaumræðunnar í dag. Í þessu ljósi skýtur skökku við að fyrsta fundalota þriggja stjórnmálaflokka til íhugunar á skilaboðum kosninganna skuli leiða til þeirrar niðurstöðu að þeir hafa fjarlægst það sem flestir töldu vera ósk kjósenda. Pólitískur óróleiki sýnist vera síst minni eftir þessa fundi en fyrir þá. Alvarlegast er þó að þessi staða hindrar eða í besta falli tefur markvissa stefnumótun um viðreisn þjóðarbúsins. Áframhaldandi efnahagsleg stöðnun og óvissa er sú framtíðarsýn sem fundir flokkanna skilja sameiginlega eftir. Ólíklegt er að þorri kjósenda næst miðju stjórnmálanna sætti sig við þessa lokuðu stöðu til lengdar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun