Lífið

Ósviknir Nígeríusvindlarar að störfum - lesið bréfin hér

Tinni Sveinsson skrifar
Mynd úr sýningunni.
Mynd úr sýningunni.

Verkið Nígeríusvindlið verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á föstudag. Aðstandendur verksins, leikhópurinn 16 elskendur, hafa undanfarna mánuði verið í sambandi við ósvikna netsvindlara í Vestur-Afríku og átt í sprenghlægilegum samskiptum við þá. Þau teygja sig oft í óvæntar áttir og þannig taka svindlararnir óafvitandi virkan þátt í sýningunni en í hverri sýningu verður hringt í nýjan svindlara og spjallað við hann.

Meðal svindlaranna sem haft var samband við fyrr í sumar var hópur frá Tógó. Í upphafi snerist svindl þeirra um að fá Frank Hannesson, persónuna sem leikhópurinn stóð á bak við, til að afhenda bankaupplýsingar. Til þess að lokka þær út úr honum skálda tógósku svindlararnir upp öryggisfyrirtæki og láta fylgja með mynd af Star Wars-fígúru. Hún á að vera af öryggisverði hjá fyrirtækinu. Þarna byrjar síðan atburðarás sem endar með því að eiginkona Franks skerst í leikinn.

Hægt er að kaupa miða á Nígeríusvindlið hér.

16 elskendur sendu Vísi afrit af bréfunum milli Tógó og Íslands og hvetjum við lesendur til að renna yfir þessi sprenghlægilegu samskipti. Bréfin er að finna í hlekknum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×