Handbolti

Von Viggó og ÍR-liðsins gæti dáið í Víkinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viggó Sigurðsson, þjálfari 1. deildarliðs ÍR.
Viggó Sigurðsson, þjálfari 1. deildarliðs ÍR. Mynd/Anton
Víkingur og ÍR mætast í kvöld í 1. deild karla í handbolta í Víkinni en lærisveinar Viggós Sigurðssonar í ÍR verða að vinna ætli þeir sér að komast í úrslitakeppnina um sæti í N1 deild karla. Víkingar geta tryggt sér sæti í úrslitkeppninni með jafntefli.

Heil umferð fer fram í deildinni í kvöld og það verður einnig mikil spenna í hinum leikjunum þar sem Afturelding og Selfoss berjast um sigur í deildinni og þar með sæti í N1 deild karla á næsta ári.

Afturelding er sem stendur í efsta sæti með 27 stig og Selfoss er með 26. ÍBV er svo þar skammt undan með 24 stig og eiga ennþá fræðilegan möguleika á sigri í deildinni en þá þarf ýmislegt að falla með þeim.

Lið 2, 3 og 4 í 1.deildinni fara í umspil um laust sæti í N1 deild karla að ári ásamt liðinu í 7. sæti N1 deildar karla. Víkingur er sem stendur í 4.sæti með 17 stig en ÍR hefur 14 sem þýðir að Breiðhyltingar mega ekki tapa leiknum á móti Víkingi í kvöld ætli þeir sér í úrslitakeppnina.

Leikir kvöldsins sem hefjast allir kl.19.30:

Afturelding - ÍBV, Varmá

Víkingur - ÍR, Víkin

Þróttur - Selfoss, Laugardalshöll






Fleiri fréttir

Sjá meira


×