Innlent

Afstaða bænda til viðræðna einstök

Bretinn Graham Avery er heiðursframkvæmdastjóri ESB og ráðgjafi European Policy Centre í Brussel. Hann var í forsvari fyrir breska landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í viðræðum Breta um inngöngu í sambandið. Avery hefur farið með samskipti við EES-löndin fyrir hönd ESB og tekið þátt í nær öllum stækkunarviðræðum ESB, svo sem við Noreg.
Bretinn Graham Avery er heiðursframkvæmdastjóri ESB og ráðgjafi European Policy Centre í Brussel. Hann var í forsvari fyrir breska landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í viðræðum Breta um inngöngu í sambandið. Avery hefur farið með samskipti við EES-löndin fyrir hönd ESB og tekið þátt í nær öllum stækkunarviðræðum ESB, svo sem við Noreg. Mynd/Anton Brink
Afstaða íslenskra bænda til samningaviðræðna íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandins er einstök, að mati Graham Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB. Hann segist ekki vita til þess að bændur í öðrum ríkjum hafi ekki haft áhuga á að kynna sér hvað sambandið hafi upp á bjóða. Rætt er við Graham í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í dag.

Talsvert hefur verið fjallað að undanförnu um afstöðu bænda til viðræðnanna. Staða samningaviðræðnanna er sú að nú stendur yfir rýniferli þar sem safnað er saman upplýsingum víðs vegar úr þjóðfélaginu til að undirbúa viðræðurnar. Hér á landi taka allir tilkallaðir þátt í þessu nema hagsmunsamtök bænda. Samninganefnd Íslands telur þetta geta skaðað samningsstöðuna og þar af leiðandi þjóðarhagsmuni.



Ekki ógn við bændur


Spurður hvort þetta sé algengt í aðildarviðræðum segir Graham: „Ég starfaði fyrri hluta ferils míns í landbúnaðarmálum og ég skil bændur því ágætlega en það kemur mér á óvart að íslenskir bændur séu ekki áhugameiri en þetta um ESB. Mér sýnist að aðild að ESB sé ekki nein alvöru ógnun við bændur. Hins vegar getur verið ýmiss konar akkur í aðild."

Graham segir evrópska sjóði bjóða upp á áhugaverða möguleika í landbúnaði. „Enginn í Brussel hefur nokkurn áhuga á að draga úr landbúnaði á Íslandi, sem engum ógnar samkeppnislega í Evrópu. Landbúnaðarstefnan er að auki í endurskoðun eins og fiskveiðistefnan. Þessar endurskoðanir hafa allar verið í eina átt: til frekari uppbyggingar eða þróunar í dreifbýli."

Stundum séu breytingar til góða

Graham segir þessa þróun áhugaverða fyrir Ísland og sem aðildarríki gæti meginlandið lært af Íslendingum. Til dæmis hvernig þið farið að því að stunda landbúnað á afskekktum svæðum við svona óhagstæð skilyrði. En ég man ekki eftir neinu tilfelli þar sem bændur hafa ekki haft áhuga á því að kynna sér þetta. Oft voru þeir hikandi eða jafnvel tortryggnir, enda er það í eðli mannsins að vantreysta breytingum. En stundum eru breytingar til góða."

Viðtalið í heild sinni er hægt að lesa í helgarblaði Fréttablaðsins sem hægt er að lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×