Lífið

Mel vill eignast strák

Melanie Brown. MYND/Cover Media
Melanie Brown. MYND/Cover Media

Söngkonan Mel B, 35 ára, segir ekkert að marka sögusagnir um að hún sé ólétt en það sást til hennar og eiginmannsins nýverið þar sem hann strauk magann á henni í sífellu.

Söngkonan, sem er gift Stephen Belafonte, á tvær stúlkur fyrir. Mel segir það ekki vera neitt leyndarmál að hún þráir að fjölga mannkyninu.

Hjónin yfirgáfu veitingahúsið Beso í Hollywood eftir rómantískan kvöldverð í vikunni þar sem þau létu vel að hvort öðru. Stephen hélt nánast allan tíman um magann á Mel að sögn sjónarvotta.

„Ég elska börn og já við viljum eignast fleiri börn saman. Okkur dreymir um að eignast dreng en við skulum bara sjá hvað gerist," sagði Mel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.