Hollt og gott léttbúst Vera Einarsdóttir skrifar 23. október 2010 07:00 Arnaldur Birgir þróaði Boot Camp-kerfið í samvinnu við Róbert Traustason og nú hafa þeir félagar gefið út bók. Mynd/GVA Arnaldur Birgir Konráðsson hefur starfað sem einkaþjálfari frá árinu 1997. Hann stofnaði Boot Camp fyrir sex árum og passar eins og gefur að skilja vel upp á mataræðið. „Ég legg þó aðaláherslu á fjölbreytni bæði fyrir sjálfan mig og viðskiptavini mína. Þeim sem hugsa mikið um heilsuna hættir hins vegar oft til að fara að borða einhæfan mat en þá eykst hættan á að þeir fari á mis við ýmis mikilvæg næringarefni. Ég reyni því að borða úr öllum fæðuflokkum og borða til dæmis mikið af kjúklingi, fiski og ávöxtum." Arnaldur hefur þróað Boot Camp-kerfið í samstarfi við Róbert Traustason, meðeiganda sinn, og aðra þjálfara Boot Camp síðustu sex ár og nú er svo komið að þeir félagar hafa gefið út bókina Boot Camp-Hámarksárangur. Hvatann að Boot Camp-kerfinu segir Arnaldur hafa verið þörf fyrir nýtt og harðara líkamsræktarkerfi. „Við leggjum engu að síður áherslu á fjölbreytni og skemmtilegar æfingar auk þess sem við gerum mikið út á liðsanda og hópefli. Þá er hægt að laga kerfið að allra þörfum en í bókinni erum við með fjögur kerfi; fyrir byrjendur, almennt kerfi, kerfi fyrir íþróttafólk og kerfi fyrir lengra komna. Arnaldur gefur uppskrift að léttum skyrdrykk sem hann segir holla og góða máltíð hvenær dagsins sem er.Léttbúst Hráefni4-5 klakar200 g vanilluskyr1-2 msk. kókos2-3 msk. múslí½ banani og/eða pera2 msk. prótínduft. Bragðlaust eða með vanillu.Aðferð Allt sett í blandara og hellt í glas. Þeir sem þola mjólkurvörur illa geta sleppt skyrinu og notað eingöngu prótínduft. Boozt Dögurður Uppskriftir Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið
Arnaldur Birgir Konráðsson hefur starfað sem einkaþjálfari frá árinu 1997. Hann stofnaði Boot Camp fyrir sex árum og passar eins og gefur að skilja vel upp á mataræðið. „Ég legg þó aðaláherslu á fjölbreytni bæði fyrir sjálfan mig og viðskiptavini mína. Þeim sem hugsa mikið um heilsuna hættir hins vegar oft til að fara að borða einhæfan mat en þá eykst hættan á að þeir fari á mis við ýmis mikilvæg næringarefni. Ég reyni því að borða úr öllum fæðuflokkum og borða til dæmis mikið af kjúklingi, fiski og ávöxtum." Arnaldur hefur þróað Boot Camp-kerfið í samstarfi við Róbert Traustason, meðeiganda sinn, og aðra þjálfara Boot Camp síðustu sex ár og nú er svo komið að þeir félagar hafa gefið út bókina Boot Camp-Hámarksárangur. Hvatann að Boot Camp-kerfinu segir Arnaldur hafa verið þörf fyrir nýtt og harðara líkamsræktarkerfi. „Við leggjum engu að síður áherslu á fjölbreytni og skemmtilegar æfingar auk þess sem við gerum mikið út á liðsanda og hópefli. Þá er hægt að laga kerfið að allra þörfum en í bókinni erum við með fjögur kerfi; fyrir byrjendur, almennt kerfi, kerfi fyrir íþróttafólk og kerfi fyrir lengra komna. Arnaldur gefur uppskrift að léttum skyrdrykk sem hann segir holla og góða máltíð hvenær dagsins sem er.Léttbúst Hráefni4-5 klakar200 g vanilluskyr1-2 msk. kókos2-3 msk. múslí½ banani og/eða pera2 msk. prótínduft. Bragðlaust eða með vanillu.Aðferð Allt sett í blandara og hellt í glas. Þeir sem þola mjólkurvörur illa geta sleppt skyrinu og notað eingöngu prótínduft.
Boozt Dögurður Uppskriftir Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið