Viðskipti erlent

Svissneski frankinn aldrei verið sterkari gagnvart evru

Svissneski frankinn hefur aldrei verið sterkari gagnvart evrunni og nálgast nú sama gengi og dollarinn hefur gagnvart evru.

Gengi svissneska frankans hefur rokið upp í desember þar sem fjárfestar hafa verið að koma fé sínu í öruggt skjól vegna erfiðleika ýmissa þjóða í Evrópu og spennunnar sem ríkt hefur í samskiptum Suður og Norður Kóreu.

Frá áramótum hefur gengi frankans styrkst um 17%. Í frétt á börsen segir að athyglisvert sé að svissneski seðlabankinn hefur enn ekki brugðist við þessari þróun með kaupum á frönkum til að draga úr gengishækkuninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×