Körfubolti

Valur Ingimundarson til í slaginn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Valur Ingimundarson.
Valur Ingimundarson.

„Nú er í ég kominn í góðan gír og langar aftur í körfuboltaþjálfun, tilbúnari en nokkru sinni fyrr," segir Valur Ingimundarson í samtali við vef Víkurfrétta.

Valur hætti þjálfun Njarðvíkurliðsins vegna veikinda í fyrra. „Ég var búinn að eiga við veikindi í ellefu ár en náði samt að þjálfa. Síðustu árin voru erfiðari og þegar ég tók við Njarðvíkurliðinu 2008, þá var það meira af skyldurækni en of mikilli getu. Mér hefur gengið mjög vel í endurhæfingunni og er orðinn eins og nýr maður," segir Valur.

Telja verður líklegt að Grindavík leiti til Vals en liðið er þjálfaralaust eftir að Friðrik Ragnarsson hætti með það á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×