Hamilton nærri því að hætta 2009 8. mars 2010 11:00 Lewis Hamilton spáði í að hætta í fyrra eftir mistök í spjalli við dómarra mótsins í Ástralíu. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton sagði breskum fjölmiðlamönnum í morgun að hann hefði verið nálægt því að hætta í Formúlu 1 árið 2009, eftir að hann var tekið á beinið fyrir að brjóta af sér og segja ósatt í fyrsta móti ársins í fyrra. Ólafur Guðmundsson var meðal dómara sem ræddi við Hamilton eftir atvik í brautinni. "Mér leið um tíma eins og ég ætti ekki heima í þessari íþrótt. Ég er hjá draumaliðinu og langar ekki að keyra með neinum öðrum. Ég hafði því ekki áhuga á að yfirgefa liðið, heldur íþróttina. Ég hef aldrei haft áhuga á að keyra fyrir annað lið. En um stund fannst mér allt yfirþyrmandi", sagði Hamilton. "Ég fékk mikinn stuðning frá fjölskyldunni, liðinu og áhugamönnum og mörg merkileg bréf frá fólki og fannst allir gefa mér annan sjéns. Ég elska að keppa, en stundum er erfitt að mæta erfiðleikum. Ég var neikvæður í nokkra mánuði en áttaði mig á því að það voru ekki allir neikvæðir í minn garð, þó mér finndist það kannski stundum. "Ég mun ekki lenda í þessari aðstöðu aftur. Þetta er svipað og ef hundur bítur þig. Þú vilt ekki að það gerist aftur. Ég hef verið bitinn einu sinni og hef ekki trú á að það sama gerist aftur." "Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég hef alltaf elskað þessa íþrótt. Elska að sigra og á réttan hátt. Heiðarleiki er það sem skiptir mestu máli", sagði Hamilton. Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton sagði breskum fjölmiðlamönnum í morgun að hann hefði verið nálægt því að hætta í Formúlu 1 árið 2009, eftir að hann var tekið á beinið fyrir að brjóta af sér og segja ósatt í fyrsta móti ársins í fyrra. Ólafur Guðmundsson var meðal dómara sem ræddi við Hamilton eftir atvik í brautinni. "Mér leið um tíma eins og ég ætti ekki heima í þessari íþrótt. Ég er hjá draumaliðinu og langar ekki að keyra með neinum öðrum. Ég hafði því ekki áhuga á að yfirgefa liðið, heldur íþróttina. Ég hef aldrei haft áhuga á að keyra fyrir annað lið. En um stund fannst mér allt yfirþyrmandi", sagði Hamilton. "Ég fékk mikinn stuðning frá fjölskyldunni, liðinu og áhugamönnum og mörg merkileg bréf frá fólki og fannst allir gefa mér annan sjéns. Ég elska að keppa, en stundum er erfitt að mæta erfiðleikum. Ég var neikvæður í nokkra mánuði en áttaði mig á því að það voru ekki allir neikvæðir í minn garð, þó mér finndist það kannski stundum. "Ég mun ekki lenda í þessari aðstöðu aftur. Þetta er svipað og ef hundur bítur þig. Þú vilt ekki að það gerist aftur. Ég hef verið bitinn einu sinni og hef ekki trú á að það sama gerist aftur." "Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég hef alltaf elskað þessa íþrótt. Elska að sigra og á réttan hátt. Heiðarleiki er það sem skiptir mestu máli", sagði Hamilton.
Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira