Lífið

Með stöðugar áhyggjur af barninu

Katherine Heigl. MYND/Cover Media
Katherine Heigl. MYND/Cover Media

Leikkonan Katherine Heigl, 31 árs, og Josh Kelley ættleiddu stúlkubarn frá Kóreu á síðasta ári. Naleigh er aðeins 20 mánaða gömul og Katherine og Josh eru nú þegar farin að hafa áhyggjur af því hvert uppeldið stefnir.

„Ég held að Josh og ég séum aðeins komin út fyrir normið í uppeldinu. Naleigh er ekki byrjuð að ganga og við höfum spurt hvort annað: Hvað er að henni? Hvað erum við að gera rangt?" viðurkenndi Katherine.

„Við ýtum við henni alla daga en hún er örugglega ósköp eðlilegt barn. Ætli við spyrjum ekki þegar hún er loksins byrjuð að ganga: Af hverju situr hún ekki grafkyrr og leikur sér hljóðalaust?"

Við spáðum fyrir heppnum lesendum Lífsins á Facebook síðunni okkar. Vertu með næst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.