Ósvífni ESB Ólafur Stephensen skrifar 11. ágúst 2010 07:30 Evrópusambandið og Noregur hafa nú í hótunum við Ísland og Færeyjar vegna ákvörðunar landanna um að skammta sér einhliða makrílkvóta. Það er gömul saga og ný að skeytin gangi á milli strandþjóðanna við Norður-Atlantshaf vegna deilna um veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum. Þeir, sem setið hafa að veiðum úr stofnunum eins og ESB og Noregur hafa gert í þessu tilfelli, eru tregir til að viðurkenna rétt annarra til hlutdeildar í veiðunum þegar stofninn breytir hegðun sinni og neitar að halda sig þar sem hann er vanur, eins og makríllinn gerir nú. Að lokum munu menn þó verða knúnir til samninga. Evrópusambandið og Noregur eru ekki í neinni stöðu til að amast við veiðum Íslendinga, nú þegar makríllinn veður um alla íslenzku fiskveiðilögsöguna og veiðist meira segja á stöng í höfnum landsins. Réttur Íslands sem strandríkis til að veiða úr þeim fiskistofnum, sem finnast innan lögsögunnar, er ótvíræður. Stjórnvöldum í ESB og Noregi ferst að tala um óábyrga umgengni við auðlindina; sjálf hafa þau ekki farið eftir tillögum vísindamanna um heildarafla. Hitt er svo annað mál að til lengri tíma litið gengur ekki að ákveða einhliða ríflegan makrílkvóta, þvert á ráð vísindamanna um skynsamlegan heildarafla. Það gæti stefnt stofninum í hættu og allir væru verr settir. Ísland er hins vegar í þeirri kunnuglegu stöðu að verða að taka sér stærri hlut úr stofninum en líklegt er að myndi semjast um í viðræðum um stjórn makrílveiðanna, í því skyni að knýja hin ríkin að samningaborðinu. Enn sem komið er hafa hin löndin ekki viðurkennt rétt Íslands og ekki viljað semja um skiptingu veiða úr stofninum. Nú þegar makríllinn stendur með Íslendingum í deilunni er líklegt að þar verði breyting á. Öll strandríkin bera þá ábyrgð að ná sanngjörnum samningum, sem hindra ofveiði. Þetta er svipuð staða og var uppi á síðasta áratug, þegar norsk-íslenzki síldarstofninn breytti göngumynztri sínu og styrkti fyrir vikið kröfur Íslendinga um stærri hlutdeild í veiðum úr stofninum. Þegar samningar náðust var hlutdeild Íslendinga minni en sá afli, sem íslenzku skipin höfðu náð á meðan ekki hafði tekizt samkomulag. Á móti kom að þar var horft til langtímasjónarmiða um uppbyggingu stofnsins og allir græddu á samkomulaginu. Hótanir ESB um að hætta að skiptast á veiðiheimildum við Ísland og Færeyjar eru innantómar hvað Ísland varðar, þar sem slík veiðiheimildaskipti eru hverfandi. Kröfur útgerðarmanna í Noregi og ESB-ríkjum um löndunar- eða viðskiptabann á Ísland og Færeyjar væru líka brot á alls konar alþjóðasamningum og litlar líkur á að á þær verði hlustað. Bæði í einstökum ESB-ríkjum og hér á Íslandi hafa menn viljað tengja makríldeiluna við viðræður um aðild Íslands að ESB. Í sumum ESB-ríkjum vilja menn hóta því að tefja aðildarviðræður, haldi Ísland makrílkvótanum til streitu, og hér heima telja sumir að ekkert vit sé í að sækja um aðild að ríkjasambandi, sem kemur svona illa fram við litla fiskveiðiþjóð. Makríldeilan kemur aðildarferlinu hins vegar ekki nokkurn skapaðan hlut við. Og það eina sem hún segir okkur um hugsanlegt hlutskipti okkar í ESB, er hvað framkvæmdastjórnin myndi verða fylgin sér og ósvífin fyrir okkar hönd ef kæmi til fiskveiðideilna við t.d. litla fiskveiðiríkið Noreg. Það þætti einhverjum ekki slæmt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Evrópusambandið og Noregur hafa nú í hótunum við Ísland og Færeyjar vegna ákvörðunar landanna um að skammta sér einhliða makrílkvóta. Það er gömul saga og ný að skeytin gangi á milli strandþjóðanna við Norður-Atlantshaf vegna deilna um veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum. Þeir, sem setið hafa að veiðum úr stofnunum eins og ESB og Noregur hafa gert í þessu tilfelli, eru tregir til að viðurkenna rétt annarra til hlutdeildar í veiðunum þegar stofninn breytir hegðun sinni og neitar að halda sig þar sem hann er vanur, eins og makríllinn gerir nú. Að lokum munu menn þó verða knúnir til samninga. Evrópusambandið og Noregur eru ekki í neinni stöðu til að amast við veiðum Íslendinga, nú þegar makríllinn veður um alla íslenzku fiskveiðilögsöguna og veiðist meira segja á stöng í höfnum landsins. Réttur Íslands sem strandríkis til að veiða úr þeim fiskistofnum, sem finnast innan lögsögunnar, er ótvíræður. Stjórnvöldum í ESB og Noregi ferst að tala um óábyrga umgengni við auðlindina; sjálf hafa þau ekki farið eftir tillögum vísindamanna um heildarafla. Hitt er svo annað mál að til lengri tíma litið gengur ekki að ákveða einhliða ríflegan makrílkvóta, þvert á ráð vísindamanna um skynsamlegan heildarafla. Það gæti stefnt stofninum í hættu og allir væru verr settir. Ísland er hins vegar í þeirri kunnuglegu stöðu að verða að taka sér stærri hlut úr stofninum en líklegt er að myndi semjast um í viðræðum um stjórn makrílveiðanna, í því skyni að knýja hin ríkin að samningaborðinu. Enn sem komið er hafa hin löndin ekki viðurkennt rétt Íslands og ekki viljað semja um skiptingu veiða úr stofninum. Nú þegar makríllinn stendur með Íslendingum í deilunni er líklegt að þar verði breyting á. Öll strandríkin bera þá ábyrgð að ná sanngjörnum samningum, sem hindra ofveiði. Þetta er svipuð staða og var uppi á síðasta áratug, þegar norsk-íslenzki síldarstofninn breytti göngumynztri sínu og styrkti fyrir vikið kröfur Íslendinga um stærri hlutdeild í veiðum úr stofninum. Þegar samningar náðust var hlutdeild Íslendinga minni en sá afli, sem íslenzku skipin höfðu náð á meðan ekki hafði tekizt samkomulag. Á móti kom að þar var horft til langtímasjónarmiða um uppbyggingu stofnsins og allir græddu á samkomulaginu. Hótanir ESB um að hætta að skiptast á veiðiheimildum við Ísland og Færeyjar eru innantómar hvað Ísland varðar, þar sem slík veiðiheimildaskipti eru hverfandi. Kröfur útgerðarmanna í Noregi og ESB-ríkjum um löndunar- eða viðskiptabann á Ísland og Færeyjar væru líka brot á alls konar alþjóðasamningum og litlar líkur á að á þær verði hlustað. Bæði í einstökum ESB-ríkjum og hér á Íslandi hafa menn viljað tengja makríldeiluna við viðræður um aðild Íslands að ESB. Í sumum ESB-ríkjum vilja menn hóta því að tefja aðildarviðræður, haldi Ísland makrílkvótanum til streitu, og hér heima telja sumir að ekkert vit sé í að sækja um aðild að ríkjasambandi, sem kemur svona illa fram við litla fiskveiðiþjóð. Makríldeilan kemur aðildarferlinu hins vegar ekki nokkurn skapaðan hlut við. Og það eina sem hún segir okkur um hugsanlegt hlutskipti okkar í ESB, er hvað framkvæmdastjórnin myndi verða fylgin sér og ósvífin fyrir okkar hönd ef kæmi til fiskveiðideilna við t.d. litla fiskveiðiríkið Noreg. Það þætti einhverjum ekki slæmt.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun