Lífið

Passar ekki lengur í gallabuxurnar

Dannii Minogue. MYND/Cover Media
Dannii Minogue. MYND/Cover Media

Ástralska sjónvarpsstjarnan og X-factor dómarinn Dannii Minogue, 38 ára, systir söngkonunnar Kylie Minogue, ræðir opinskátt um tilfinninguna að verða móðir en hún segist sitja í aftursætinu þegar kemur að tískufatnaði.

Burtséð frá því kann hún að meta lífið eftir að hún eignaðist drenginn Ethan 5. júlí síðastliðinn.

„Eftir að ég varð móðir hefur líf mitt gjörbreyst á margan hátt. Ég passa ekki í neinar gallabuxur lengur," sagði Dannii meðal annars í þessu viðtali sem var tekið við hana við gerð auglýsingar fyrir Marcs og Spencer áður en hún eignaðist drenginn.

„Það er margt sem ég á eftir ólært varðandi móðurhlutverkið en ég nýt hverrar sekúndu þrátt fyrir að sitja núna í aftursætinu hvað tískufatnað varðar," sagði Dannii.



Við gerðum könnun á Facebooksíðunni okkar og spurðum lesendur Lífsins:Eru gallabuxurnar of þröngar? (Ef já, er stefnan sett á líkamsræktarátak í haust... og þá hvar?)

„Þær þrengja óneitanlega að eftir sumarfríið. Er og verð áfram í WC í Hafnarfirði."

„Pínu þröngar. Byrjaði í morgun í 3 vikna átaki í Laugum 5 sinnum í viku. Gallabuxurnar verða fínar eftir það."

„Ekkert svo þröngar en gallabuxur eru bara svo lélegt efni nú til dags."

„Ekki bara gallabuxurnar heldur öll fötin mín orðin of þröng!!! #%#$%%&%$ (blót hehe)....stefnan er tekin á World Class eða Crossfit eða taka fjarþjálfun hjá Gillz hef heyrt fínar sögur af því."

Facebook síðan okkar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.