Börn læra um jafnrétti 6. desember 2010 05:00 Jafnréttisfrömuðir Þær Sigurbjörg Hallgrímsdóttir og Unnur Gunnarsdóttir hafa sett saman verkefni sem stuðlar að bættu jafnréttisviðhorfi grunnskólabarna.Fréttablaðið/Valli Jafnréttisverkefnið Jafnrétti kynjanna frá landnámi til vorra daga hefur verið kynnt fyrir kennurum í ýmsum grunnskólum í Reykjavík undanfarið, meðal annars í Selásskóla og Langholtsskóla. Markmiðið er að kynna nýstárlegar aðferðir til að vinna á úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna, sem fyrirfinnast enn meðal skólabarna. Nýverið birtust niðurstöður samnorrænnar könnunar sem leiddi í ljós að víða er pottur brotinn þegar kemur að viðhorfum íslenskra unglinga í jafnréttismálum kynjanna. Þar kom í ljós talsverð fylgni við úreltar staðalhugmyndir um hlutverk kynjanna. Í umfjöllun Fréttablaðsins um könnunina var rætt við félagsfræðing sem sagði að lausnin fælist í meiri fræðslu í jafnréttismálum og þyrfti í raun að flétta slíka fræðslu inn í allt nám á grunnskólastigi. Það felst einmitt í jafnréttisverkefninu, sem þær Sigurbjörg Hallgrímsdóttir og Unnur Gunnarsdóttir, kennarar við Vogaskóla, standa fyrir með stuðningi Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Þar eru jafnréttismál samtvinnuð Íslandssögu og íslenskukennslu grunnskóla á skemmtilegan hátt, þar sem nemendur vinna fjölbreytt verkefni tengd sögu og landi. Sigurbjörg segir í samtali við Fréttablaðið að þær hafi farið víða um land með verkefnið og alls staðar fengið góðar viðtökur. „Það sem við erum að benda öðrum kennurum á er að það er hægt að nota þetta verkefni í öllum aldurshópum og það er hægt að koma þessu jafnréttisverkefni inn í allt námsefni. Þannig að í stað þess að gera sérstakt fag eigum við að setja þetta inn í allt sem við gerum." Verkefnið má rekja aftur til 2008 þegar menntamálaráðuneytið, Jafnréttisstofa og fleiri stóðu fyrir átaki í völdum skólum þar sem unnin voru tilraunaverkefni á sviði jafnréttismála. „Nokkur munur var á viðhorfi drengja og stúlkna í upphafi verkefnisins. Gerð var könnun á vegum Jafnréttisstofu á viðhorfi barnanna fyrir og eftir að þau tóku þátt í verkefninu og niðurstöður sýndu umtalsverða breytingu á viðhorfi þeirra gagnvart hlutverkum kynjanna. Það á eftir að skila sér þegar fram í sækir," segir Sigurbjörg. Framlag þeirra hlaut góðan hljómgrunn og hafa þær farið víða um land með verkefnið og vonast til að fara enn víðar. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Jafnréttisverkefnið Jafnrétti kynjanna frá landnámi til vorra daga hefur verið kynnt fyrir kennurum í ýmsum grunnskólum í Reykjavík undanfarið, meðal annars í Selásskóla og Langholtsskóla. Markmiðið er að kynna nýstárlegar aðferðir til að vinna á úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna, sem fyrirfinnast enn meðal skólabarna. Nýverið birtust niðurstöður samnorrænnar könnunar sem leiddi í ljós að víða er pottur brotinn þegar kemur að viðhorfum íslenskra unglinga í jafnréttismálum kynjanna. Þar kom í ljós talsverð fylgni við úreltar staðalhugmyndir um hlutverk kynjanna. Í umfjöllun Fréttablaðsins um könnunina var rætt við félagsfræðing sem sagði að lausnin fælist í meiri fræðslu í jafnréttismálum og þyrfti í raun að flétta slíka fræðslu inn í allt nám á grunnskólastigi. Það felst einmitt í jafnréttisverkefninu, sem þær Sigurbjörg Hallgrímsdóttir og Unnur Gunnarsdóttir, kennarar við Vogaskóla, standa fyrir með stuðningi Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Þar eru jafnréttismál samtvinnuð Íslandssögu og íslenskukennslu grunnskóla á skemmtilegan hátt, þar sem nemendur vinna fjölbreytt verkefni tengd sögu og landi. Sigurbjörg segir í samtali við Fréttablaðið að þær hafi farið víða um land með verkefnið og alls staðar fengið góðar viðtökur. „Það sem við erum að benda öðrum kennurum á er að það er hægt að nota þetta verkefni í öllum aldurshópum og það er hægt að koma þessu jafnréttisverkefni inn í allt námsefni. Þannig að í stað þess að gera sérstakt fag eigum við að setja þetta inn í allt sem við gerum." Verkefnið má rekja aftur til 2008 þegar menntamálaráðuneytið, Jafnréttisstofa og fleiri stóðu fyrir átaki í völdum skólum þar sem unnin voru tilraunaverkefni á sviði jafnréttismála. „Nokkur munur var á viðhorfi drengja og stúlkna í upphafi verkefnisins. Gerð var könnun á vegum Jafnréttisstofu á viðhorfi barnanna fyrir og eftir að þau tóku þátt í verkefninu og niðurstöður sýndu umtalsverða breytingu á viðhorfi þeirra gagnvart hlutverkum kynjanna. Það á eftir að skila sér þegar fram í sækir," segir Sigurbjörg. Framlag þeirra hlaut góðan hljómgrunn og hafa þær farið víða um land með verkefnið og vonast til að fara enn víðar. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira