Sveppi rakar inn seðlum 15. september 2010 06:00 Ótrúlegar vinsældir Sverrir Þór, Sveppi, er vinsælasta barnastjarna landsins. Ótvíræð sönnun þess eru ellefu þúsund gestir um frumsýningarhelgi Algjörs Sveppa og dularfulla hótelherbergisins með Sveppa, Góa og Villa í aðalhlutverkum og Braga Hinrikssyni við stjórnvölinn.Fréttablaðið/Stefán Sverrir Þór Sverrisson er vinsælasta barnastjarna landsins. Það sannaðist rækilega um helgina þegar ellefu þúsund manns borguðu sig inn til að sjá Algjöran Sveppa og dularfulla hótelherbergið í bíó. Það þýðir að minnst tíu milljónir skiluðu sér í kassann og líklega talsvert meira. Þetta er þriðja besta frumsýningarhelgi íslenskrar myndar frá því að formlegar mælingar hófust; aðeins Mýrin og Bjarnfreðarson hafa trekkt fleiri að. Sveppi bætir við sig frá fyrri myndinni; 8.500 sáu hana fyrstu helgina í fyrra og í heild 33 þúsund. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bolir úr myndinni selst eins og heitar lummur. Jólin koma því snemma hjá Sveppa & co í ár. „Ég ætla ekkert að skipta út Suzuki-bílnum og kaupa mér lúxuskerru. Þetta sýnir bara að við getum búið til bíómyndir sem krakkarnir vilja sjá,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur verið á þönum að undanförnu við að kynna myndina og tók meðal annars á móti árrisulum gestum Sambíóanna um frumsýningarhelgina þegar þeir mættu klukkan tíu til að sjá hetjuna sína að störfum. „Ég varð barn í klukkutíma. Það var allt tryllt fyrir utan, krakkarnir voru svo spenntir. Síðan datt allt í dúnalogn þegar myndin byrjaði en þegar hún var búin varð allt tryllt aftur,“ segir Sverrir sem ætlar að fá þá Villa og Góa með sér um helgina til að taka á móti morgungestunum í bíóunum við Álfabakka. Sveppi segist þegar vera farinn að leggja drög að þriðju myndinni, það hafi einhvern veginn alltaf legið fyrir. „Upphaflega vildi ég hafa kvikmyndagerðina eins auðvelda og hægt var. En síðan áttar maður sig á því að maður getur ekki annað en vandað sig. Krakkar eru nefnilega hörðustu gagnrýnendurnir sem maður fær og þeir eru fljótir að yfirgefa mann ef manni mistekst að halda athygli þeirra,“ segir Sverrir. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson er vinsælasta barnastjarna landsins. Það sannaðist rækilega um helgina þegar ellefu þúsund manns borguðu sig inn til að sjá Algjöran Sveppa og dularfulla hótelherbergið í bíó. Það þýðir að minnst tíu milljónir skiluðu sér í kassann og líklega talsvert meira. Þetta er þriðja besta frumsýningarhelgi íslenskrar myndar frá því að formlegar mælingar hófust; aðeins Mýrin og Bjarnfreðarson hafa trekkt fleiri að. Sveppi bætir við sig frá fyrri myndinni; 8.500 sáu hana fyrstu helgina í fyrra og í heild 33 þúsund. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bolir úr myndinni selst eins og heitar lummur. Jólin koma því snemma hjá Sveppa & co í ár. „Ég ætla ekkert að skipta út Suzuki-bílnum og kaupa mér lúxuskerru. Þetta sýnir bara að við getum búið til bíómyndir sem krakkarnir vilja sjá,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur verið á þönum að undanförnu við að kynna myndina og tók meðal annars á móti árrisulum gestum Sambíóanna um frumsýningarhelgina þegar þeir mættu klukkan tíu til að sjá hetjuna sína að störfum. „Ég varð barn í klukkutíma. Það var allt tryllt fyrir utan, krakkarnir voru svo spenntir. Síðan datt allt í dúnalogn þegar myndin byrjaði en þegar hún var búin varð allt tryllt aftur,“ segir Sverrir sem ætlar að fá þá Villa og Góa með sér um helgina til að taka á móti morgungestunum í bíóunum við Álfabakka. Sveppi segist þegar vera farinn að leggja drög að þriðju myndinni, það hafi einhvern veginn alltaf legið fyrir. „Upphaflega vildi ég hafa kvikmyndagerðina eins auðvelda og hægt var. En síðan áttar maður sig á því að maður getur ekki annað en vandað sig. Krakkar eru nefnilega hörðustu gagnrýnendurnir sem maður fær og þeir eru fljótir að yfirgefa mann ef manni mistekst að halda athygli þeirra,“ segir Sverrir. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira