Lífið

Ómar sýnir í Eldingu

ómar ragnarsson Ómar sýnir þrjár myndir á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. fréttablaðið/stefán
ómar ragnarsson Ómar sýnir þrjár myndir á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. fréttablaðið/stefán myndf/stefán

Föstudagskvöldið 1. október mun Ómar Ragnarson sýna þrjár myndir á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, um borð í hvalaskoðunarskipinu Eldingu. Fyrst sýnir Ómar myndina One of the Wonders of the World. Hún er um 25 mínútna löng og fjallar um virkjanir og stóriðju á Íslandi. Tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur hljómar í myndinni.

Ómar sýnir einnig Reykjavíkurljóð, sem er sjö mínútna stuttmynd um Reykjavík, sögu hennar og mannlíf. Loks verður sýnt myndbandið við lag af plötunni Ómar lands og þjóðar – kóróna landsins. Lagið, sem nefnist Maður og hvalur, fjallar um hvalveiðar og hvalaskoðun. Lag og texti er eftir Ómar en Bubbi Morthens syngur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×