Sport

Bolt fær 29 milljónir fyrir að hlaupa 100 metra í Stokkhólmi í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Usain Bolt.
Usain Bolt. Mynd/AFP

29 milljónir fyrir 100 metra hlaup á innan við tíu sekúndum. Það er óraunhæft að reikna út tímakaupið hjá spretthlauparanum Usain Bolt á demantamótinu í Stokkhólmi í kvöld.

Bolt keppir þá á móti Tyson Gay en þetta er aðeins í þriðja skiptið sem tveir fljótustu menn sögunnar mætast á hlaupabrautinni.

Bolt er handhafi heimsmetsins og núverandi Heims- og Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi. Mótshaldarar í Svíþjóð lögðu mikla áherslu á að hann mætti til Stokkshólms og voru tilbúnir að borga honum vel fyrir.

Asafa Powell átti einnig að keppa í hlaupinu í kvöld en hann afboðaði sig vegna meiðsla í baki. Powell og Bolt eiga báðir fljótasta tíma ársins en þeir hafa hlaupið á 9.82 sekúndum á þessu ári.

Heimsmet Usain Bolt er upp á 9.58 sekúndur en hann hljóp á 9,72 sekúndum (þáverandi heimsmet) þegar hann mætt Tyson Gay í New York fyrir tveimur árum.

Tyson Gay hljóp 100 metrana á 9.79 sekúndum á demantamótinu í Stokkhólmi fyrir ári síðan en fékk þá aðeins of mikinn meðvind.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×