Kenndi Óttari að upplifa heimalandið upp á nýtt 31. desember 2011 09:30 Sjá landið með nýjum augum Skötuhjúin Óttar M. Norðfjörð rithöfundur og Elo Vázquez ljósmyndari eyddu jólunum á Íslandi með vinum og fjölskyldu. Óttar er byrjaður að skrifa nýja bók og kvikmyndahandrit en Elo ætlar að halda ljósmyndasýningu á Kex Hostel í næstu viku.Fréttablaðið/vilhelm „Ísland er paradís ljósmyndarans og hvert sem maður lítur er að finna áhugaverð myndefni,“ segir ljósmyndarinn Elo Vázquez, en hún er unnusta rithöfundarins Óttars M. Norðfjörð og heldur sýningu hér á landi í næstu viku. Elo hefur verið að munda myndavélina síðan hún var 12 ára gömul og hefur meðal annars myndað fyrir Elle og tímaritið Apartamento á Spáni. Hún tekur allar myndir á filmu og sérhæfir sig í að mynda réttu augnablikin og finna það sem er skringilegt í umhverfinu. „Ég reyni að fanga augnablikið og tek bara eina mynd af hverju viðfangsefni. Ef maður tekur margar, eins og á stafrænum myndavélum, er maður oft búinn að missa af því sem upphaflega var myndefnið,“ segir Elo og bætir við að eitt af því sem heillar hana við Ísland er hvað það er öðruvísi en heimaland hennar, Spánn. „Til dæmis eru litirnir á húsunum í Reykjavík skemmtilegir en á Spáni eru öll hús bara hvít.“ Óttar segir að Elo hafi kennt sér að sjá landið sitt upp á nýtt. „Það hafa allir gott af að sjá land sitt með augum útlendingsins en maður verður oft samdauna sínu nánasta umhverfi. Til dæmis fékk hún mig til að sjá fegurðina í hvítu plastheyböggunum sem eru á víð og dreif um landið á sumrin. Hún sagði að þeir væru eins og sykurpúðar, sem er alveg rétt hjá henni,“ segir Óttar, en hann og Elo kynntust fyrir sjö árum þegar þau stunduðu bæði nám í Skotlandi. „Þetta er mjög alþjóðlegt samband hjá okkur,“ segir Óttar hlæjandi, en parið flakkar nú milli Íslands og Spánar, þar sem þau hafa bæði búið í Barcelona og Sevilla. „Við förum til Sevilla í janúar, en þar er heitt og gott núna. Annað en hér. En þó að við bölvum sköflunum núna er þetta frábært veður fyrir útlendinga að upplifa,“ segir Óttar, sem slær ekki slöku við þó að jólabókavertíðin sé yfirstaðin, því hann er þegar byrjaður á nýrri bók. „Það má segja að ég sé hálfgerður vinnualki. Ég er byrjaður á nýrri bók og langt kominn með kvikmyndahandrit ásamt Birni Brynjólfi Björnssyni og ónefndum leikstjóra úti í bæ. Það er því nóg af verkefnum fram undan.“ Ljósmyndasýning Elo, sem nefnist Elsewhere, stendur frá 6.-13. janúar á Kex Hostel. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Sjá meira
„Ísland er paradís ljósmyndarans og hvert sem maður lítur er að finna áhugaverð myndefni,“ segir ljósmyndarinn Elo Vázquez, en hún er unnusta rithöfundarins Óttars M. Norðfjörð og heldur sýningu hér á landi í næstu viku. Elo hefur verið að munda myndavélina síðan hún var 12 ára gömul og hefur meðal annars myndað fyrir Elle og tímaritið Apartamento á Spáni. Hún tekur allar myndir á filmu og sérhæfir sig í að mynda réttu augnablikin og finna það sem er skringilegt í umhverfinu. „Ég reyni að fanga augnablikið og tek bara eina mynd af hverju viðfangsefni. Ef maður tekur margar, eins og á stafrænum myndavélum, er maður oft búinn að missa af því sem upphaflega var myndefnið,“ segir Elo og bætir við að eitt af því sem heillar hana við Ísland er hvað það er öðruvísi en heimaland hennar, Spánn. „Til dæmis eru litirnir á húsunum í Reykjavík skemmtilegir en á Spáni eru öll hús bara hvít.“ Óttar segir að Elo hafi kennt sér að sjá landið sitt upp á nýtt. „Það hafa allir gott af að sjá land sitt með augum útlendingsins en maður verður oft samdauna sínu nánasta umhverfi. Til dæmis fékk hún mig til að sjá fegurðina í hvítu plastheyböggunum sem eru á víð og dreif um landið á sumrin. Hún sagði að þeir væru eins og sykurpúðar, sem er alveg rétt hjá henni,“ segir Óttar, en hann og Elo kynntust fyrir sjö árum þegar þau stunduðu bæði nám í Skotlandi. „Þetta er mjög alþjóðlegt samband hjá okkur,“ segir Óttar hlæjandi, en parið flakkar nú milli Íslands og Spánar, þar sem þau hafa bæði búið í Barcelona og Sevilla. „Við förum til Sevilla í janúar, en þar er heitt og gott núna. Annað en hér. En þó að við bölvum sköflunum núna er þetta frábært veður fyrir útlendinga að upplifa,“ segir Óttar, sem slær ekki slöku við þó að jólabókavertíðin sé yfirstaðin, því hann er þegar byrjaður á nýrri bók. „Það má segja að ég sé hálfgerður vinnualki. Ég er byrjaður á nýrri bók og langt kominn með kvikmyndahandrit ásamt Birni Brynjólfi Björnssyni og ónefndum leikstjóra úti í bæ. Það er því nóg af verkefnum fram undan.“ Ljósmyndasýning Elo, sem nefnist Elsewhere, stendur frá 6.-13. janúar á Kex Hostel. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Sjá meira