Innlent

Á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys

Mynd/Stefán Karlsson
Alvarlegt umferðarslys varð þegar kona keyrði aftan á bifreið á ferð á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að bifreið hennar valt og hafnaði utan vegar. Konan var ein í bílnum þegar slysið átti sér stað og var hún flutt með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi, þar sem hún liggur þungt haldin á gjörgæsludeild samkvæmt vakthafandi lækni.

Talið er að konan hafi ekið undir áhrifum áfengis. Sjö voru í bifreiðinni sem ekið var á, þeir voru allir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en hafa þó flestir verið útskrifaðir. Slysið átti sér stað á ellefta tímanum á milli Grindarvíkurvegar og Voga, en báðar bifreiðar óku í átt til Reykjavíkur. Einhverjar tafir urðu á umferð vegna slyssins en loka þurfti hluta Reykjanesbrautarinnar um stund. Fjöldi sjúkrabifreiða kom að flutningunum, bæði frá Suðurnesjum og Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×