Sagt er frá eldinum í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Tilkynning hafi borist um eld í ruslagámi í póstnúmeri 101. Viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á staðinn og slökkt í gámnum. Mikil mildi hafi verið að eldurinn næði ekki til nærliggjandi húsa og litlu hafi munað að hann gerði það. Í Facebook-færslu slökkviliðsins segir að eldurinn hafi verið slökktur fljótt.
Maður sem er grunaður um að kveikja eldinn var handtekinn á vettvangi. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.