Innlent

Mátti litlu muna að eldur í gámi bærist í hús

Kjartan Kjartansson skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins brást skjótt við þegar tilkynnt var um eldinn í ruslagáminum.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins brást skjótt við þegar tilkynnt var um eldinn í ruslagáminum. Vísir/Vilhelm

Maður var handtekinn vegna elds í ruslagámi í miðborg Reykjavíkur sem lögregla segir að hafi mátt litlu muna að bærist í nærliggjandi hús. Slökkviliði tókst að slökkva fljótt í gámnum.

Sagt er frá eldinum í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Tilkynning hafi borist um eld í ruslagámi í póstnúmeri 101. Viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á staðinn og slökkt í gámnum. Mikil mildi hafi verið að eldurinn næði ekki til nærliggjandi húsa og litlu hafi munað að hann gerði það. Í Facebook-færslu slökkviliðsins segir að eldurinn hafi verið slökktur fljótt.

Maður sem er grunaður um að kveikja eldinn var handtekinn á vettvangi. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×