Innlent

„Stórskaðlegt íslenskum sjávarútvegi"

Framkvæmdastjóri LÍÚ vill að frumvarpið verði dregið til baka og byrjað upp á nýtt
Framkvæmdastjóri LÍÚ vill að frumvarpið verði dregið til baka og byrjað upp á nýtt
„Þetta frumvarp er ekki aðeins stórskaðlegt íslenskum sjávarútvegi og öllum sem við hann starfa heldur efnahag þjóðarinnar í heild. Frumvarpið fær falleinkunn í þessari hagfræðiúttekt," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórn fiskveiða.

Niðurstöðu sína byggir Friðrik á ítarlegri greinargerð sérfræðihóps sem sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra skipaði til þess að fara yfir hagræn áhrif frumvarpsins.

Í greinagerðinni segir meðal annars að frumvarpið leiði til þess að mun erfiðara verður fyrir fyrirtækin að halda áfram rekstri og vart réttlætanlegt hjá mörgum þegar raunverulegt verðmæti eigna verður langtum meira en virði skulda.

Friðrik segir að öllum hljóti að vera orðið ljóst að draga þurfi frumvarpið til baka og hefja vinnu við undirbúning að gerð frumvarps um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða með aðkomu fulltrúa allra þeirra sem í sjávarútvegi starfa,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×