Innlent

Tónlistarhúsið "Made in China"

Árrisulir vegfarendur vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir gengu fram hjá Hörpu, ráðstefnu- og tónlistarhúsi, í morgun og ráku augun í risastóran merkimiða sem festur hafði verið á suðurhlið hússins og á stóð: „Made in China" sem á íslensku útleggst: „Framleitt í Kína."

Ekki er vitað hverjir voru þarna á ferð en merkingin fékk að hanga uppi til hádegis. Engar skemmdir urðu á byggingunni vegna uppátækisins.

Þó ekki liggi ljóst fyrir hvaða skilaboðum var þarna verið að koma á framfæri eru uppi getgátur um að gjörningurinn tengist því að kínverskir verkamenn hafa verið einna iðnastir manna við uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss Íslendinga.

Hér sést betur hvar á húsinu merkimiðanum var komið fyrir, þarna neðarlega í vinstra horni myndarinnar
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×