Innlent

Lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar

Föngulegur hópur gekk fylktu liði frá Austurvelli að kirkjugarðinu við Suðurgötu þar sem Jón hvílir
Föngulegur hópur gekk fylktu liði frá Austurvelli að kirkjugarðinu við Suðurgötu þar sem Jón hvílir Mynd Sigurjón


Forseti borgarstjórnar, Elsa Hrafnhildur Yeoman, lagði blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar nú um hádegisbilið.

Föngulegur hópur gekk fylktu liði frá Austurvelli að kirkjugarðinu við Suðurgötu þar sem Jón hvílir og lék Lúðrasveit Reykjavíkur fyrir göngunni, undir stjörn Lárusar Grímssonar.

Nú tekur við fjölbreytileg dagskrá í miðbæ Reykjavíkur. Hópakstur Fornbílaklúbbsins og sýning á fornbílum verður við Arnarhól, börnin geta fylgst með ævintýrum Lilla í Brúðubílnum milli hálf tvö og hálf þrjú, og Sirkus Íslands verður með götuleikhús og sirkusskóla á Ingólfstorgi.



Heildardagskrá yfir viðburði í Reykjavík má finna hér.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×