Innlent

Veiddu í soðið við Sæbrautina

Margir tóku upp veiðistöngina og veiddu í soðið.
Margir tóku upp veiðistöngina og veiddu í soðið. Mynd/Egill


Makríll spókaði sig í þúsundatali í sjávarmálinu við Sæbrautina í dag og nýttu margir tækifærið og tóku upp veiðistöngina. Heyrst hefur um svipaðar torfur víða um land undanfarna daga. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjasviðs Hafrannsóknarstofnunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í fyrra dag að makríllinn fari upp á mjög grunnt vatn og leitar að fæðu.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum sást makríllinn vel í dag og einn veiðimaður hafði veitt fimm fiska þegar tökumaður Stöðvar 2 hitti á hann í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×