Erlent

Tvö börn stungin til bana í Southport

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Árásarmaðurinn er sagður hafa gengið inn á dansnámskeið fyrir börn, þar sem kenndir voru Taylor Swift dansar, og ráðist að börnunum á svæðinu. 
Árásarmaðurinn er sagður hafa gengið inn á dansnámskeið fyrir börn, þar sem kenndir voru Taylor Swift dansar, og ráðist að börnunum á svæðinu.  EPA

Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega.

Lögreglan í Southport staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Þá kom fram að til viðbótar séu tveir fullorðnir einstaklingar alvarlega særðir. Þeir eru taldir hafa hlotið áverka við að reyna að hlífa börnunum við stungum árásarmannsins. 

Grunaður árásarmaður, sem er sagður sautján ára gamall, var handtekinn skömmu eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hver kveikjan að árásinni var. Rannsóknin sé á algjöru frumstigi en árásin sé sem stendur ekki rannsökuð sem hryðjuverk. 

Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands vottar aðstandendum hinna látnu samúð sína og segir þjóðina alla í miklu áfalli vegna atburðanna.


Tengdar fréttir

Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi

Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×