Innlent

65 prósent Íslendinga á móti aðild að ESB

Um 65 prósent Íslendinga eru á móti aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Capacent-Gallup gerði fyrir Heimssýn, samtök sem berjast gegn aðild að ESB.

Samkvæmt könnuninni, sem byggir á 868 svörum, eru um 35 prósent fylgjandi aðild að ESB, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Heimssýn. Aðeins eru tekin svör þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti. Könnunin var gerð mánuðina maí, júní og júlí síðastliðnum. Í síðustu könnun sem Gallup gerði fyrir Heimssýn og birt var í júní sögðust 57 prósent vera andvíg aðild að ESB en 43 prósent fylgjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×