Innlent

Fleiri sýkjast af kampýlóbakter

Haraldur Briem sóttvarnalæknir
Haraldur Briem sóttvarnalæknir
Fjöldi kampýlóbaktersýkinga í mönnum hefur aukist síðastliðnar vikur samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítala, að því er fram kemur á heimasíðu landlæknisembættisins.

Að sögn sóttvarnalæknis er aukningin í júlímánuði og í fyrri hluta ágústmánaðar aðallega vegna sýkinga af innlendum uppruna. Engin tengsl eru á milli sýkinganna og þar af leiðandi er ekki um hópsýkingu að ræða. Fólk á öllum aldri, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, hefur veikst.

Uppruni sýkinganna er ekki augljós en að líkindum berst bakterían í menn ýmist úr umhverfi eða matvælum. Árleg sveifla með auknum fjölda kampýlóbaktersýkinga í júlí og ágúst er vel þekkt bæði á Íslandi og í öðrum vestrænum ríkjum.

Sóttvarnalæknir vill ítreka mikilvægi þess að gæta fyllsta hreinlætis við meðhöndlun matvæla svo smit berist ekki á milli þeirra, og að gegnumsteikja eða grilla kjúkling vel. Einnig er rétt að tryggja gæði yfirborðsvatns sem er notað til neyslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×