Innlent

Ögmundur ók yfir nýju brúna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Unnið að gerð nýju brúarinnar yfir Múlakvísl.
Unnið að gerð nýju brúarinnar yfir Múlakvísl.
Búið er að hleypa umferð á nýju brúna yfir Múlakvísl. Það var gert laust eftir klukkan tólf. Brúin var vígð með þeim hætti að þeir vösku menn sem unnið hafa við brúargerðina gengu í gegnum borða en eftir það ók Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, starfandi ferðamálaráðherra, yfir brúna fyrstir manna.

Einungis vika er síðan brúin yfir Múlakvísl eyðilagðist í stóru hlaupi úr Mýrdalsjökli. Þegar var hafist handa við að leggja bráðabirgðabrú en síðan verður vinna við framtíðarbrú boðin út.

Eftir að búið var að vígja brúna ákváðu brúarsmiðir að gera sér glaðan dag og grilla í góða veðrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×