Innlent

Guðni kveður og skemmdar­verk á grunn­skóla

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
image

Embættistíð Guðna Th. Jóhanessonar, sjötta forseta lýðveldisins, lýkur í dag og á morgun tekur Halla Tómasdóttir við lyklavöldum á Bessastöðum. Í kvöldfréttum verður rætt við Guðna um þau átta ár sem hann hefur setið á forsetastóli, í hans síðasta sjónvarpsviðtali sem forseti. Við kynnum okkur einnig dagskrá innsetningarathafnar nýs forseta.

Íranir hafa heitið því að hefna fyrir árás á Tehran, þar sem pólitískur leiðtogi Hamas-samtakanna féll. Íranir segja Ísraelsmenn standa að baki árásinni, en hún er talin geta stefnt viðræðum um vopnahlé á Gasa í hættu og valdið verulegri stigmögnun í átökum í Mið-Austurlöndum. Við greinum stöðuna í myndveri með sérfræðingi í alþjóðamálum.

Umfangsmikil skemmdarverk voru unnin á grunnskóla í Grafarvogi í nótt. Skólastjóri hvetur foreldra til að huga að börnunum sínum yfir sumartímann, og segir ekki aðeins börn sem eiga erfitt heima fyrir sækja í áhættuhegðun. Þá segjum við frá ófremdarástandi í Southport í Englandi, í kjölfar mannskæðrar stunguárásar, og kynnum okkur undirbúning sjálfboðaliða og lögreglu í Vestmannaeyjum, þar sem þjóðhátíð fer að bresta á.

Þetta og fleira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, í beinni útsendingu á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2, og á Vísi, klukkan hálf sjö.

Klippa: Kvöldfréttir 31. júlí



Fleiri fréttir

Sjá meira


×