Nördarnir eru framtíðin Ólafur Stephensen skrifar 16. júlí 2011 06:00 Formenn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins, þeir Vilmundur Jósefsson og Helgi Magnússon, ásamt Jürgen Thumann, formanni Businesseurope, samtaka atvinnulífsins í Evrópu, skrifuðu grein hér í blaðið í fyrradag þar sem þeir vöktu athygli á skorti á tæknimenntuðu fólki á evrópskum vinnumarkaði. Þeir vitna til nýrrar könnunar á vegum Businesseurope, þar sem fram kemur að skortur á fólki með tækni- og vísindaþekkingu geti orðið einn helzti dragbíturinn á hagvöxt og framfarir í álfunni á komandi árum. Þremenningarnir vekja athygli á því að háskólanemum sem útskrifast af vísinda- og tæknibrautum fari hlutfallslega fækkandi og þrátt fyrir atvinnuleysi sé víða skortur á tæknimenntuðu starfsfólki. Keppinautar Evrópu, Bandaríkin, Japan og Kórea, vinni miklu markvissar að því að efla tæknimenntun, sömuleiðis vaxandi efnahagsveldi á borð við Kína, Brasilíu og Indland. Ísland er engin undantekning í þessum efnum. Ýmsir helztu vaxtarbroddar atvinnulífsins eru í tæknifyrirtækjum, en starfsfólk vantar sárlega. Mörg fyrirtæki hafa þurft að leita að starfsfólki erlendis. Íslenzkir háskólar útskrifa ekki nógu margt tæknimenntað fólk. Hér á landi eru þannig um 10% ungs fólks sem útskrifast úr háskólum með slíka menntun, miðað við um 16% í Danmörku. Úr þessu verður ekki bætt nema gera átak í vísinda- og tæknimenntun og vekja áhuga ungs fólks á henni. Því miður þykja þær námsgreinar, sem um ræðir, oft ekki mjög svalar og fólk sem sýnir þeim áhuga og skarar fram úr fær á sig nördastimpil. Samt er það svo að það mun líklega fremur geta gengið að vel launuðu starfi hjá góðu fyrirtæki í framtíðinni en bekkjarfélagarnir. Áhuga á raunvísindum og tæknimenntun skortir mjög hjá menntamálayfirvöldum, ekki sízt hvað framhaldsskólastigið varðar. Það er hluti af því vandamáli að þau hugsa fyrst og fremst um að útvega öllum sem sækja um framhaldsskóla pláss og að þeim líði vel í skólanum, minna um hvort gæði námsins séu viðunandi og minnst um hvort það gagnist þörfum atvinnulífsins. Fáir skólar sinna þessum greinum vel og ýta undir áhuga nemenda á að skara fram úr. Það má sjá af því að þátttakendur í alþjóðlegri keppni í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði koma yfirleitt úr þremur eða fjórum sömu skólunum. „Stjórnvöld ættu að beina auknum krafti í verkfræði- og raunvísindanám, sjá til þess að gæði námsins verði aukin og leita eftir samstarfi við atvinnulífið,“ segja þremenningarnir í grein sinni. Það er þörf hvatning, sömuleiðis að brugðizt verði nú þegar við yfirvofandi vanda. Ef Ísland ætlar að standa sig í alþjóðlegri samkeppni í framtíðinni verður að kalla nördana til starfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun
Formenn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins, þeir Vilmundur Jósefsson og Helgi Magnússon, ásamt Jürgen Thumann, formanni Businesseurope, samtaka atvinnulífsins í Evrópu, skrifuðu grein hér í blaðið í fyrradag þar sem þeir vöktu athygli á skorti á tæknimenntuðu fólki á evrópskum vinnumarkaði. Þeir vitna til nýrrar könnunar á vegum Businesseurope, þar sem fram kemur að skortur á fólki með tækni- og vísindaþekkingu geti orðið einn helzti dragbíturinn á hagvöxt og framfarir í álfunni á komandi árum. Þremenningarnir vekja athygli á því að háskólanemum sem útskrifast af vísinda- og tæknibrautum fari hlutfallslega fækkandi og þrátt fyrir atvinnuleysi sé víða skortur á tæknimenntuðu starfsfólki. Keppinautar Evrópu, Bandaríkin, Japan og Kórea, vinni miklu markvissar að því að efla tæknimenntun, sömuleiðis vaxandi efnahagsveldi á borð við Kína, Brasilíu og Indland. Ísland er engin undantekning í þessum efnum. Ýmsir helztu vaxtarbroddar atvinnulífsins eru í tæknifyrirtækjum, en starfsfólk vantar sárlega. Mörg fyrirtæki hafa þurft að leita að starfsfólki erlendis. Íslenzkir háskólar útskrifa ekki nógu margt tæknimenntað fólk. Hér á landi eru þannig um 10% ungs fólks sem útskrifast úr háskólum með slíka menntun, miðað við um 16% í Danmörku. Úr þessu verður ekki bætt nema gera átak í vísinda- og tæknimenntun og vekja áhuga ungs fólks á henni. Því miður þykja þær námsgreinar, sem um ræðir, oft ekki mjög svalar og fólk sem sýnir þeim áhuga og skarar fram úr fær á sig nördastimpil. Samt er það svo að það mun líklega fremur geta gengið að vel launuðu starfi hjá góðu fyrirtæki í framtíðinni en bekkjarfélagarnir. Áhuga á raunvísindum og tæknimenntun skortir mjög hjá menntamálayfirvöldum, ekki sízt hvað framhaldsskólastigið varðar. Það er hluti af því vandamáli að þau hugsa fyrst og fremst um að útvega öllum sem sækja um framhaldsskóla pláss og að þeim líði vel í skólanum, minna um hvort gæði námsins séu viðunandi og minnst um hvort það gagnist þörfum atvinnulífsins. Fáir skólar sinna þessum greinum vel og ýta undir áhuga nemenda á að skara fram úr. Það má sjá af því að þátttakendur í alþjóðlegri keppni í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði koma yfirleitt úr þremur eða fjórum sömu skólunum. „Stjórnvöld ættu að beina auknum krafti í verkfræði- og raunvísindanám, sjá til þess að gæði námsins verði aukin og leita eftir samstarfi við atvinnulífið,“ segja þremenningarnir í grein sinni. Það er þörf hvatning, sömuleiðis að brugðizt verði nú þegar við yfirvofandi vanda. Ef Ísland ætlar að standa sig í alþjóðlegri samkeppni í framtíðinni verður að kalla nördana til starfa.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun