Sport

Ivica Kostelic sigraði enn og aftur

Ivica Kostelic frá Króatíu virðist í sérflokki á heimsbikarmótunum í alpagreinum í karlaflokki.
Ivica Kostelic frá Króatíu virðist í sérflokki á heimsbikarmótunum í alpagreinum í karlaflokki. Nordic Photos/Getty Images

Ivica Kostelic frá Króatíu virðist í sérflokki á heimsbikarmótunum í alpagreinum í karlaflokki. Kostelic sigraði í gær í alpatvíkeppni og hefur hann sigrað á sjö heimsbikarmótum á einum mánuði. Kostelic, sem er 31 árs gamall, er efstur á heimsbikar stigalistanum í samanlögðum árangri og hann er efstur á heimsbikar stigalistanum í svigi

Samanlagður tími Kostelic var 2.57,12 mínútur en keppt er í bruni og svigi. Landi hans Natko Zrncic-Dim varð annar aðeins hálfri sekúndu á eftir: Kostelic er 475 stigum fyrir ofan Silvan Zurbriggen á samanlögðum heimsbikarstigalista en Kostelic hefur aldrei náð a sigra í samanlögðum árangri - líkt og systir hans Janica gerði á árum áður í kvennaflokknum.

Aksel-Lund Svindal frá Noregi varð þriðji 0,02 sekúndum á eftir Zrncic-Dim.

Næsta keppni fer fram í Austurríki um næstu helgi þar sem keppt verður í risasvigi og stórsvigi. Það eru síðustu keppnirnar áður en heimsmeistaramótið hefst í Garmisch-Partenkirchen.

Úrslit:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×