Óvenjuleg kvöldstund Trausti Júlíusson skrifar 30. september 2011 06:00 Eitt af því sem kvikmyndahátíðin RIFF leggur áherslu á er að bjóða upp á sérviðburði þar sem kvikmyndir eru sýndar á óvenjulegum stöðum og stundum tengdar við önnur listform. Einn slíkur viðburður var í Fríkirkjunni á miðvikudagskvöldið. Þar komu fram tónlistarmennirnir Sóley og Skúli Sverrisson, en tónlist beggja var tengd við myndefni sem sýnt var á stórum skjá fyrir ofan sviðið. Sóley lék lög af nýju plötunni sinni We Sink með myndverk eftir Ingibjörgu Birgisdóttur á skjánum, en Skúli lék eigin tónlist við kvikmynd Jennifer Reeves, Þegar það var blátt. Sóley spilaði ein ásamt trommuleikara og fyrir vikið voru lögin hennar í einfölduðum útsetningum. Sóley er skemmtileg á sviði, töffari og flottur tónlistarmaður. Hún skilaði sínu vel og myndverk Ingibjargar voru ágæt viðbót. Kvikmyndin Þegar það var blátt er óður bæði til óspilltrar náttúru og til 16 mm filmunnar, en hvort tveggja er óðum að hverfa. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi. Hún er mjög tilraunakennd. Klippingar eru hraðar og það er mikið um að myndskeiðum sé blandað saman svo að útkoman verður stundum nánast óhlutstæð. Að auki málaði Jennifer eitthvað á filmuna sjálfa. Skúli samdi tónlist við kvikmyndina sem var leikin af hljóðrás myndarinnar, en að auki spilaði hann ofan á þá tónlist í Fríkirkjunni, á bassa og gítar. Tónlist Skúla var mjög flott, þetta var samfellt verk sem reis og hneig og fylgdi myndinni vel. Upplifunin var sérstök og eftirminnileg þó að það sé merkilegt hvað kirkjubekkirnir geta verið óþægilegir þegar maður horfir á klukkutíma tilraunakvikmynd. Á heildina litið var þetta óvenjuleg og ánægjuleg kvöldstund. Niðurstaða: Eftirminnileg kvöldstund með lifandi tónlist og kvikmyndaefni. Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Eitt af því sem kvikmyndahátíðin RIFF leggur áherslu á er að bjóða upp á sérviðburði þar sem kvikmyndir eru sýndar á óvenjulegum stöðum og stundum tengdar við önnur listform. Einn slíkur viðburður var í Fríkirkjunni á miðvikudagskvöldið. Þar komu fram tónlistarmennirnir Sóley og Skúli Sverrisson, en tónlist beggja var tengd við myndefni sem sýnt var á stórum skjá fyrir ofan sviðið. Sóley lék lög af nýju plötunni sinni We Sink með myndverk eftir Ingibjörgu Birgisdóttur á skjánum, en Skúli lék eigin tónlist við kvikmynd Jennifer Reeves, Þegar það var blátt. Sóley spilaði ein ásamt trommuleikara og fyrir vikið voru lögin hennar í einfölduðum útsetningum. Sóley er skemmtileg á sviði, töffari og flottur tónlistarmaður. Hún skilaði sínu vel og myndverk Ingibjargar voru ágæt viðbót. Kvikmyndin Þegar það var blátt er óður bæði til óspilltrar náttúru og til 16 mm filmunnar, en hvort tveggja er óðum að hverfa. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi. Hún er mjög tilraunakennd. Klippingar eru hraðar og það er mikið um að myndskeiðum sé blandað saman svo að útkoman verður stundum nánast óhlutstæð. Að auki málaði Jennifer eitthvað á filmuna sjálfa. Skúli samdi tónlist við kvikmyndina sem var leikin af hljóðrás myndarinnar, en að auki spilaði hann ofan á þá tónlist í Fríkirkjunni, á bassa og gítar. Tónlist Skúla var mjög flott, þetta var samfellt verk sem reis og hneig og fylgdi myndinni vel. Upplifunin var sérstök og eftirminnileg þó að það sé merkilegt hvað kirkjubekkirnir geta verið óþægilegir þegar maður horfir á klukkutíma tilraunakvikmynd. Á heildina litið var þetta óvenjuleg og ánægjuleg kvöldstund. Niðurstaða: Eftirminnileg kvöldstund með lifandi tónlist og kvikmyndaefni.
Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira